Ferill 72. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 316  —  72. mál.




Svar



heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra við fyrirspurn Margrétar Frímannsdóttur um jafnréttisáætlun, stöðuveitingar og skipan í nefndir og ráð.

     1.      Hefur ráðuneytið gert sérstaka framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum til að tryggja jafnan hlut kvenna og karla í störfum innan ráðuneytisins og á vegum þess? Ef svo er, hvenær var það gert og hvað hefur verið gert til að framfylgja áætluninni?
    Í ráðuneytinu hefur um nokkurt skeið verið unnið að gerð framkvæmdaáætlunar í jafnréttismálum til að tryggja jafnan hlut kvenna og karla í störfum innan ráðuneytisins og á vegum þess og er sú vinna unnin undir forystu jafnréttisfulltrúa ráðuneytisins. Áætluninni sem nú er í smíðum er fyrst og fremst ætlað að skilgreina hlutverk og verkefni jafnréttisfulltrúa ráðuneytisins og verður hún byggð m.a. á jafnréttisstefnu Stjórnarráðsins sem verið er að ganga frá og mun birtast í starfsmannahandbók Stjórnarráðsins sem liggur fyrir í lokadrögum. Ráðuneytið safnar árlega upplýsingum um stöðu jafnréttismála hjá stofnunum ráðuneytisins og nokkrar af undirstofnunum þess hafa sett sér markmið í jafnréttismálum. Stjórnendur ráðuneytisins eru meðvitaðir um jafnan hlut kynjanna við mat á umsóknum og við val á starfsfólki, sbr. III. kafla laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 96/2000. Hæfni umsækjenda er meginforsenda við val á umsækjendum, en hlutföll kynja eru einnig höfð til hliðsjónar.

     2.      Hversu margar stöður hafa verið auglýstar á vegum ráðuneytisins síðustu þrjú ár og um hvaða stöður er að ræða? Hversu margir umsækjendur voru um hverja stöðu og hversu margir þeirra voru metnir hæfir til að gegna henni, skipt eftir kyni í báðum tilvikum? Hvort var kona eða karl ráðinn í umræddar stöður?
    Auglýst hafa verið ellefu störf á vegum ráðuneytisins síðustu þrjú ár. Um var að ræða stöðu skrifstofustjóra lyfjamálaskrifstofu, sex stöður deildarstjóra, ein staða bókasafnsfræðings og þrjár stöður stjórnarráðsfulltrúa.
     1.      Um stöðu skrifstofustjóra lyfjamálaskrifstofu sóttu þrír karlar og karl var ráðinn.
     2.      Um stöðu deildarstjóra á fjármálaskrifstofu sóttu tveir karlar og karl var ráðinn.
     3.      Um stöðu deildarstjóra á fjármálaskrifstofu sóttu tvær konur og sjö karlar og karl var ráðinn.
     4.      Um stöðu deildarstjóra á fjármálaskrifstofu sóttu fimm konur og tíu karlar og karl var ráðinn.
     5.      Um stöðu deildarstjóra á lögfræðiskrifstofu sóttu sjö konur og tveir karlar og kona var ráðin.
     6.      Um stöðu deildarstjóra á lögfræðiskrifstofu sóttu þrjár konur og einn karl og kona var ráðin.
     7.      Um stöðu deildarstjóra á skrifstofu heilsugæslu-, sjúkrahús- og öldrunarmála sóttu sex konur og fimm karlar og kona var ráðin.
     8.      Um stöðu bókasafnsfræðings sóttu sex konur og kona var ráðin.
     9.      Ráðningar á þremur stjórnarráðsfulltrúum fóru í gegnum ráðningarskrifstofu, 17 konur sóttu um og voru þrjár konur ráðnar.
     3.      Hefur á síðustu þremur árum verið ráðið í stöður á vegum ráðuneytisins sem ekki voru auglýstar? Ef svo er, um hvaða stöður er að ræða og hvort var kona eða karl ráðinn í umræddar stöður?
    Ráðið hefur verið í tvær stöður án auglýsingar á síðustu þremur árum. Um er að ræða tvær stöður deildarstjóra eða sérfræðinga og um var að ræða eina konu og einn karl. Þrír starfsmenn komu til starfa eftir tilflutning frá öðrum opinberum aðilum. Hér var bæði um að ræða tilflutning innan Stjórnarráðsins og frá stofnunum ráðuneytisins. Hér var um að ræða stöðu fjármálastjóra, deildarstjóra og stjórnarráðsfulltrúa og allir þessir starfsmenn eru konur. Auk þess fluttist einn starfsmaður með verkefni sem var fært inn í ráðuneytið en hafði áður verið hjá Reykjavíkurborg, þessi starfsmaður er kona. Enn fremur hafa verið ráðnir starfsmenn í sumarafleysingar og til að leysa einstök afmörkuð tímabundin verkefni.

     4.      Hvaða nefndir og ráð eru starfandi á vegum ráðuneytisins? Hve margir fulltrúar eru í hverri nefnd eða ráði, hvernig skiptast þeir eftir kynjum og hvenær voru þeir skipaðir?
    Í töflunum hér á eftir er yfirlit yfir nefndir, ráð, stjórnir og vinnuhópa á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis.




Nefnd
Dagsetning
skipunarbréfa

Fjöldi í nefnd

Þar af konur

Hlutfall kvenna
Formaður,
karl/kona


Áætluð verklok
Stjórnir kosnar af Alþingi
Tryggingaráð 16.06.99 5 2 40% karl
Stjórnarnefnd ríkisspítalanna 22.12.99 7 3 43% kona 2003
Nefndir, stjórnir eða ráð skipuð af ráðherra samkvæmt lögum/reglugerðum.
Áfengis- og vímuvarnaráð 28.9.98 8 6 75% karl
Afgreiðslunefnd um þátttöku almannatrygginga í bifreiðakaupum fatlaðra
1.10.99

3

0

0%

karl

til fjögurra ára
Geislavarnir ríkisins 1.1.98 3 0 0% karl til fjögurra ára
Hjúkrunarráð 11.1.00 3 3 100% kona til fjögurra ára
Kvartananefnd, nefnd um ágreiningsmál 29.11.99 3 1 33% karl til fjögurra ára
Ljósmæðraráð 1.1.00 3 3 100% kona til fimm ára
Lyfjanefnd ríkisins 1.11.00 7 1 14% karl 31.10.04
Lyfjaverðsnefnd 10.11.99 3 1 33% karl
Manneldisráð 1.10.98 5 3 60% kona 30.09.02
Nefnd um greiðsluþátttöku skv. 41. gr. lyfjalaga, nr. 93/1994
5.12.00

5

1

20%

karl

til fjögurra ára
Nefnd um veitingu lækningaleyfis og sérfræðileyfa
24.10.91

3

0

0%

karl

til fjögurra ára
Nefnd um gerð og starfrækslu gagnagrunns á heilbrigðissviði
24.2.99

3

1

33%

karl

til fjögurra ára
Samstarfsnefnd um málefni aldraðra 28.1.00 6 1 17% karl til næstu alþingiskosninga
Samstarfsnefnd skv. 2. mgr. 11. gr. laga nr. 19/1997 (um smitnæma sjúkdómsvalda)
8.11.00

3

1

33%

karl
Sérfræðinefnd samkvæmt reglugerð um sérfræðileyfi í félagsráðgjöf
17.3.00

3

3

100%

kona
Sérfræðinefnd samkvæmt reglugerð um sérfræðileyfi sálfræðinga
24.7.98

3

0

0%

karl
Sérfræðinefnd samkvæmt reglugerð um veitingu sérfræðileyfa í sjúkraþjálfun
1.10.01

3

2

67%

karl

til fjögurra ára
Siðanefnd innan heilsugæslunnar skv. 2. gr. reglug. um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði
23.10.01

4

2

50%

kona

til fjögurra ára
Siglinganefnd 5 0 0% karl ótímabundið
Slysavarnaráð 13.4.99 8 0 0% karl til fjögurra ára
Sóttvarnaráð 1.9.98 7 1 14% karl til fjögurra ára
Stjórn Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands
2.11.01

5

1

20%

karl

til tveggja ára
Stjórn Heilsugæslunnar í Reykjavík 8.7.98 5 0 0% karl
Stjórn Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands 13.10.00 6 3 50% karl
Stjórn Þjónustu- og endurhæfingarstöðvar sjónskertra, Sjónstöð Íslands
1.1.01

3

0

0%

karl

til fjögurra ára
Stöðunefnd 1.12.98 3 1 33% karl 30.11.01
Tannverndarráð 4 3 75% kona ótímabundið
Tóbaksvarnanefnd 1.4.01 3 1 33% karl til fjögurra ára
Úrskurðarnefnd (ráðgjöf/fræðsla um kynlíf, barneignir, fóstureyðingar o.fl.)
19.12.97

3

2

67%

karl

til fjögurra ára
Úrskurðarnefnd almannatrygginga 1.7.99 3 1 33% karl 30.06.03
Úrskurðarnefnd um tæknifrjóvgun 1.7.99 3 2 67% karl til fjögurra ára
Vísindasiðanefnd 25.8.99 6 2 33% kona til fjögurra ára
Nefndir og vinnuhópar skipaðir til að sinna ákveðnum verkefnum
Nefnd sem fylgist með vistunarmati aldraðra á landsvísu
lok árs 1990

5

1

20%

karl
Nefnd (um innri mælingar á þörf fyrir hjúkrunarheimili aldraðra)
3.8.93

6

4

67%

karl
Byggingarnefnd vegna barnaspítala á Landspítalalóð
16.6.94

5

1

20%

karl
Byggingarnefnd vegna framkvæmda við D-álmu Sjúkrahúss/heilsugæslu Suðurnesja
2.4.97

3

1

33%

karl
NOSOSKO 23.11.95 3 1 33% karl
Líffæraígræðslunefnd 22.1.97 5 1 20% karl
Nefnd til að endurskoða lög og reglur um sálfræðinga
15.4.97

5

2

40%

kona
Verkefnisstjórn um fækkun slysa á börnum og unglingum
8.4.98

8

5

63%

karl

til þriggja ára
Nefnd um endurskoðun greiðslukerfa hjúkrunarheimila
15.4.99

7

4

57%

kona
Nefnd vegna samninga Íslands við erlend ríki á sviði heilbrigðis- og tryggingamála
23.11.98

6

1

17%

karl
Verkefnisstjórn sem hefur það verkefni að þróa nánar og fylgja eftir hugmyndum um útboð á byggingum og rekstri hjúkrunarheimilis aldraðra í Reykjavík sem hýsa 60 skjólstæðinga


24.11.98



5



1



20%



karl
Nefnd sem skipuleggur störf sálfræðings (tilraunaverkefni á Suðurlandi)
15.1.99

3

1

33%

kona
Vinnuhópur, vinna að gerð almennrar kröfulýsingar fyrir sjúkraskrárkerfið
18.5.99

7

2

29%

karl
Vinnuhópur, upplýsingar sem reglubundið eru skráðar um heilbrigðismál hjá opinberum aðilum
12.4.00

8

4

50%

karl

árslok 2001
Vinnuhópur til að kanna kosti og galla þess að Blindrafélagið mundi annast rekstur Sjónstöðvar Íslands

17.4.00


3


1


33%


kona
NOMESKO 1.6.99 3 2 67% karl til fjögurra ára
Nefnd (leiðir vegna aðskilnaðar kaupanda og veitanda heilbrigðisþjónustu á Íslandi)
18.2.00

10

4

40%

karl
Stýrihópur til að móta stefnu í málefnum aldraðra til næstu fimmtán ára
12.4.00

6

2

33%

karl

1.1.02
Samstarfsráð um gæðamál heilbrigðiskerfisins 26.4.00 12 7 58% karl 31.12.02
Gigtarráð 31.5.00 8 3 38% kona til fjögurra ára
Nefnd, samvinnuverkefni heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis, landlæknis og öldrunarstofnana (laða að fólk í öldrunarþjónustu)

8.9.00


7


5


71%


kona
Nefnd, samkvæmt stefnu ríkisstjórnar í málefnum langveikra barna (4 ráðuneyti, htr., fél., mmr., fjr.)
12.9.00

4

2

50%

kona
Nefnd, vaktar ónæmi fyrir sýklalyfjum í mönnum, dýrum og umhverfi, ofnotkun
20.9.00

7

0

0%

karl
Verkefnisstjórn fyrir heilbrigðisnetið 30.5.01 3 0 0% karl árslok 2002
Starfsnefnd, hugmyndir um framtíðaruppbyggingu Landspítala – háskólasjúkrahúss
31.5.01

5

2

40%

kona

1.12.01
Verkefnisstjórn um heilsufar kvenna 22.8.01 13 2 15% kona 1.12.02
Samráðshópur um inntöku vistmanna á Hjúkrunarheimilið Sóltún, Reykjavík
10.10.01

3

3

100%

kona

þrjú ár í einu
Starfshópur til að gera tillögur um eflingu heilsugæslunnar í landinu
10.10.01

7

3

43%

karl
Samtals 291 108 37%
Samtals 59 nefndir, ráð, stjórnir eða vinnuhópar.



Stjórn
Fjöldi í
nefnd
Þar af konur Hlutfall kvenna Formaður,
karl/kona
Stjórnir sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðva
Borgarnes 5 2 40% karl
Ólafsvík 5 3 60% karl
Grundarfjörður 5 4 80% karl
Búðardalur 5 0 0% karl
Dalvík 5 3 60% karl
Reynslusveitarfélagið Akureyri (ekki búið að skipa stjórn) 5 4 80% karl
Reynslusveitarfélagið Hornafjörður (ekki búið að skipa stjórn) 5 2 40% kona
Kirkjubæjarklaustur 5 2 40% karl
Vík í Mýrdal 5 1 20% karl
Rangárþing (Hella og Hvolsvöllur) 5 2 40% kona
Laugarás 5 3 60% karl
Hveragerði 5 4 80% karl
Mosfellsbær 5 1 20% karl
Þorlákshöfn 5 4 80% karl
Sólvangur Hafnarfirði (heilsugæslust.) 5 2 40% karl
Garðabær 5 4 80% kona
Kópavogur 5 3 60% karl
Seltjarnarnes 5 4 80% kona
Stjórn heilsugæslustöðva í Reykjavík 5 0 0% karl
Stjórnir heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa
Heilbrigðisstofnunin Akranesi 5 2 40% karl
Heilbrigðisstofnunin Patreksfirði 5 3 60% kona
Heilbrigðisstofnunin Ísafjarðarbæ 5 3 60% kona
Heilbrigðisstofnunin Bolungarvík 5 3 60% karl
Heilbrigðisstofnunin Hólmavík 5 2 40% karl
Heilbrigðisstofnunin Hvammstanga 5 2 40% kona
Heilbrigðisstofnunin Blönduósi 5 1 20% karl
Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki 5 2 40% karl
Heilbrigðisstofnunin Siglufirði 5 2 40% kona
Stjórn Hornbrekku á Ólafsfirði (heilsugæslustöð, dvalar- og hjúkrunarheimili)
5

4

80%

kona
Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 5 3 60% karl
Heilbrigðisstofnun Austurlands 5 2 40% kona
Heilbrigðisstofnunin Selfossi 5 2 40% karl
Heilbrigðisstofnunin Vestmannaeyjum 5 2 40% kona
Heilbrigðisstofnunin Suðurnesjum 5 2 40% karl
Stjórn St. Jósefsspítala, Hafnarfirði 5 4 80% kona
Sólvangur Hafnarfirði (sjúkrahúsið) 5 3 60% kona
Fjórðungssjúkrahúsið Akureyri 5 1 20% karl
Sjálfseignarstofanir
Stjórn St. Franciskusspítala, Stykkishólmi     ráðherra tilnefnir mann í stjórnina
Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Kirkjubæjarklaustri 5 3 60% karl
Hjúkrunarheimilið Naust, Þórshöfn 5 1 20% karl
Samtals 195 95 49%
Samtals 40 stjórnir sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva.