Ferill 146. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 398  —  146. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, nr. 19 6. apríl 1966.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Björgu Thorarensen og Dís Sigurgeirsdóttur frá dómsmálaráðuneyti.
    Umsagnir um málið bárust frá Mannréttindasamtökum innflytjenda, laganefnd Lögmannafélags Íslands, Toshiki Toma, presti innflytjenda, fjölmenningarráði, Rótum og Verslunarráði Íslands.
    Í frumvarpinu er lögð til sú breyting að fallið verði frá áskilnaði 1. tölul. 1. mgr. 1. gr. laganna um að útlendingur þurfi að hafa átt lögheimili hér á landi í fimm ár til að geta eignast fasteign. Dómsmálaráðherra, sem hefur heimild til að veita undanþágu frá þessu skilyrði skv. 2. mgr. 1. gr., hefur aldrei hafnað undanþágu frá þessu skilyrði á undanförnum áratugum en fjölmargar beiðnir um slíkt berast á ári hverju. Er tilgangur frumvarpsins að bæta réttarstöðu þeirra útlendinga sem eiga lögheimili hér á landi og vilja fjárfesta í fasteign.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 23. nóv. 2001.



Þorgerður K. Gunnarsdóttir,


form., frsm.


Jónína Bjartmarz.


Ásta Möller.



Kjartan Ólafsson.


Guðjón A. Kristjánsson.


Katrín Fjeldsted.



Guðrún Ögmundsdóttir.


Lúðvík Bergvinsson,


með fyrirvara.