Ferill 167. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 418  —  167. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um leigubifreiðar.

Frá meiri hluta samgöngunefndar (GHall, HjÁ, ArnbS, SI, MS, ÞKG).



     1.      Við 1. gr.
                  a.      Í stað orðsins „leiguaksturs“ í 1. mgr. komi: leigubifreiðaaksturs.
                  b.      Í stað orðanna „Leiguakstur fólksbifreiða“ í 1. mgr. komi: Leigubifreiðaakstur.
                  c.      Í stað orðsins „fólksbifreiða“ í 2. mgr. komi: leigubifreiða.
     2.      Við 2. gr.
                  a.      Í stað orðsins „bifreiðastöðva“ í 1. mgr. komi: leigubifreiðastöðva.
                  b.      Í stað orðsins „Bifreiðastöðvar“ í 2. mgr. komi: Leigubifreiðastöðvar.
                  c.      Í stað orðsins „bifreiðastöðvum“ í 2. mgr. komi: leigubifreiðastöðvum.
                  d.      Í stað orðsins „bifreiðastjórafélögum“ í 2. mgr. komi: félögum leigubifreiðastjóra.
                  e.      4. mgr. orðist svo:
                     Samgönguráðherra er heimilt að fenginni umsögn Vegagerðarinnar að fela einstökum sveitarstjórnum framkvæmd mála er varða leigubifreiðar innan sveitarfélagsins enda liggi fyrir ósk þess efnis frá viðkomandi sveitarstjórn. Við flutning málaflokksins yfir til sveitarfélags tekur viðkomandi sveitarstjórn við stöðu Vegagerðarinnar samkvæmt lögum þessum eftir því sem við getur átt. Samgönguráðherra getur veitt sveitarfélagi undaþágu frá starfrækslu gagnagrunns skv. 1. og 2. mgr. enda sé tryggt að unnt sé að halda uppi fullnægjandi eftirliti.
                  f.      Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Umsjón með leigubifreiðaakstri.
     3.      Við 3. gr.
                  a.      1. mgr. orðist svo:
                     Allar leigubifreiðar á takmörkunarsvæði skv. 8. gr. skulu hafa afgreiðslu á leigubifreiðastöð sem fengið hefur starfsleyfi Vegagerðarinnar.
                  b.      Í stað orðanna „Bifreiðastöðvar fyrir leigubifreiðar“ í 2. mgr. komi: Leigubifreiðastöðvar.
                  c.      Í stað orðsins „bifreiðastöð“ í 2. mgr. og 1. og 2. málsl. 3. mgr. komi: leigubifreiðastöð.
                  d.      Í stað orðsins „bifreiðastöðva“ í 4. mgr. komi: leigubifreiðastöðva.
                  e.      Í stað orðsins „Bifreiðastöðvar“ í 4. mgr. komi: Leigubifreiðastöðvar.
                  f.      Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Leigubifreiðastöðvar.
     4.      Í stað orðsins „bifreiðastöðva“ í 1. mgr. 4. gr. komi: leigubifreiðastöðva.
     5.      Við 5. gr.
                  a.      2. tölul. 1. mgr. orðist svo: Er skráður eigandi fólksbifreiðar, þ.e. atvinnuleyfishafi skal vera skráður eigandi bifreiðar eða skráður fyrsti umráðamaður samkvæmt samningi við löggilt kaupleigu- eða rekstrarleigufyrirtæki.
                  b.      Í stað orðsins „leiguakstur“ í 3. tölul. 1. mgr. komi: leigubifreiðaakstur.
                  c.      4. tölul. 1. mgr. orðist svo: Hefur ekki verið dæmdur til refsivistar eða framið alvarlegt eða ítrekað brot á lögum og reglugerðum sem um starfsgreinina gilda. Hafi brot verið smávægilegt eða langt er um liðið frá því að brot var framið getur umsækjandi þó öðlast leyfi samkvæmt lögunum.
     6.      Við 6. gr.
                  a.      Í stað orðanna „leiguakstur á fólki“ í 1. mgr. komi: leigubifreiðaakstur.
                  b.      Í stað orðanna „Bifreiðastjórar sem stunda leiguakstur“ í 2. mgr. komi: Leigubifreiðastjórar.
                  c.      Í stað orðsins „leiguakstur“ í 2. mgr. komi: leigubifreiðaakstur.
                  d.      Við 2. mgr. bætist nýr málsliður er orðist svo: Endurnýja ber atvinnuskírteini á fimm ára fresti.
                  e.      Í stað orðsins „leigubíll“ í 4. mgr. komi: leigubifreið.
                  f.      Lokamálsliður 5. mgr. falli brott.
     7.      Við 7. gr. Orðin „og til bifreiðastjóra sem jafnframt er fullgildur leiðsögumaður“ falli brott.
     8.      Við 8. gr.
                  a.      Í stað orðanna „bifreiða í leiguakstri“ í 1. mgr. komi: leigubifreiða.
                  b.      Í stað orðsins „bifreiðastjóra“ í 1. mgr. komi: leigubifreiðastjóra.
                  c.      Í stað orðsins „fólksbifreiða“ í 3. mgr. komi: leigubifreiða.
                  d.      Í stað orðanna „leiguakstur á fólki“ í 3. mgr. komi: leigubifreiðaakstur.
                  e.      Í stað orðanna „fólksbifreiða í leiguakstri“ í 3. mgr. komi: leigubifreiða.
                  f.      Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Takmörkun á fjölda leigubifreiða.
     9.      Við 9. gr.
                  a.      Í stað orðsins „leiguakstur“ í 1. mgr. komi: leigubifreiðaakstur.
                  b.      1. tölul. 2. mgr. orðist svo: orlofs, þ.m.t. fæðingar- og foreldraorlofs, veikinda eða annarra forfalla.
                  c.      Í stað orðsins „bifreiðastjóra“ í 3. mgr. komi: leigubifreiðastjóra.
                  d.      Í stað orðsins „Bifreiðastöðvar“ í 3. mgr. komi: Leigubifreiðastöðvar.
                  e.      Við 3. mgr. bætist nýr málsliður er orðist svo: Ráðherra er heimilt með reglugerð að ákveða gjald fyrir afgreiðslu veittra undanþágna.
                  f.      4. mgr. orðist svo:
                     Vegagerðin getur heimilað að félög leigubifreiðastjóra annist afgreiðslu undanþágna, sbr. 3. mgr., standist þau kröfur hennar.
                  g.      Í stað orðsins „Bifreiðastjóra“ í 5. mgr. komi: Leigubifreiðastjóra.
                  h.      Í stað orðsins „leiguakstur“ í 7. mgr. komi: leigubifreiðaakstur.
                  i.      Orðin „eða dánarbúi“ í 8. mgr. falli brott.
                  j.      Við 8. mgr. bætist nýr málsliður er orðist svo: Þegar maki er ekki til staðar er dánarbúi leyfishafa heimilt að nýta atvinnuleyfi hans í allt að þrjá mánuði eftir andlát leyfishafa en þó ekki eftir lok búskipta.
     10.      Við 10. gr. Í stað orðanna „fólksbifreiðum sem notaðar eru til leiguaksturs“ komi: leigubifreiðum.
     11.      Við 12. gr.
                  a.      Í stað fjárhæðarinnar „13.000 kr.“ í 1. mgr. komi: 10.000 kr.
                  b.      3. mgr. orðist svo:
                     Framangreind gjöld skulu renna til Vegagerðarinnar eða eftir atvikum til einstakra sveitarstjórna enda hafi þeim verið falin framkvæmd mála er varða leigubifreiðar innan sveitarfélagsins, sbr. 4. mgr. 2. gr. Gjöldin skulu standa undir umsýslu og starfsemi samkvæmt lögum þessum. Jafnframt er heimilt að innheimta námskeiðsgjöld fyrir kostnaði.
     12.      Við ákvæði til bráðabirgða.
                  a.      Í stað orðsins „bifreiðastöðvar“ í upphafi og lok 1. mgr. komi: leigubifreiðastöðvar.
                  b.      2. mgr. orðist svo:
                     Hinn 1. júlí 2002 skulu forfallabílstjórar, sem hófu akstur eftir 1. maí 1999, hafa staðist fullnægjandi námskeið skv. 2. og 5. gr. laga þessara. Að öðrum kosti falla leyfi þeirra niður.