Ferill 128. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 438  —  128. mál.
Framhaldsnefndarálitum frv. til fjáraukalaga fyrir árið 2001.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar.    Nefndin hefur haft frumvarpið til athugunar og í því skyni leitað skýringa hjá fjármálaráðuneyti og fagráðuneytum varðandi beiðnir um auknar fjárheimildir.
    Tekjur hækka frá frumvarpinu um 1.265 m.kr. og verða 1.150,4 m.kr.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem gerðar eru tillögur um í sérstökum þingskjölum. Þær varða 1. gr. frumvarpsins, sbr. sundurliðun 1 og 2, 5. gr. fjárlaga fyrir árið 2001, um lántökur, endurlán og ríkisábyrgðir, og 7. gr. fjárlaga fyrir árið 2001, þ.e. heimildagrein. Breytingar á sundurliðun 2 nema alls 609,8 m.kr. til hækkunar. Einstakar tillögur eru skýrðar í álitinu auk þess sem fjallað verður nánar um þær í framsögu.

SKÝRINGAR VIÐ EINSTAKAR BREYTINGARTILLÖGUR


02 Menntamálaráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild menntamálaráðuneytis verði aukin um 365 m.kr.
971     Ríkisútvarpið.
        1.10
Ríkisútvarpið, afnotagjöld. Lagt er til að framlag til Ríkisútvarpsins hækki um 365 m.kr. í samræmi við auknar tekjur af afnotagjöldum á yfirstandandi ári. Áætlað er að afnotagjöldin skili um 1.990 m.kr. í tekjur samanborið við 1.625 m.kr. samkvæmt áætlun fjárlaga. Mismunurinn skýrist að hluta til af 7% hækkun afnotagjalda frá 1. janúar sl. sem ekki var áætlað fyrir í fjárlögunum. Tekjuhlið fjárlaga hækkar um sömu fjárhæð og hefur breytingin því ekki áhrif á afkomu ríkissjóðs.

04 Landbúnaðarráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild landbúnaðarráðuneytis verði aukin um 148 m.kr.
261     Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri í Borgarfirði.
        1.01
Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri í Borgarfirði. Gerð er tillaga um 54 m.kr. fjárheimild til að greiða uppsafnaðan rekstrarhalla frá liðnum árum. Lagt er til að hluta af söluhagnaði Stofnfisks verði varið í þessu skyni í stað þess að honum verði varið til fiskeldislána eins og heimild var fyrir í 7. gr. fjárlaga fyrir árið 2001.
271     Hólaskóli á Hólum í Hjaltadal.
        1.01
Hólaskóli á Hólum í Hjaltadal. Gerð er tillaga um 44 m.kr. fjárheimild til að greiða uppsafnaðan rekstrarhalla frá liðnum árum. Lagt er til að hluta af söluhagnaði Stofnfisks verði varið í þessu skyni í stað þess að honum verði varið til fiskeldislána eins og heimild var fyrir í 7. gr. fjárlaga fyrir árið 2001.
283
     Garðyrkjuskóli ríkisins.
        1.01
Garðyrkjuskóli ríkisins. Lögð er til 10 m.kr. fjárheimild til að greiða upp uppsafnaðan rekstrarhalla frá liðnum árum. Lagt er til að hluta af söluhagnaði af jörðinni Straumi verði varið í þessu skyni.
321     Skógrækt ríkisins.
        1.01
Skógrækt ríkisins. Lögð er til 40 m.kr. fjárheimild til að greiða uppsafnaðan rekstrarhalla frá liðnum árum. Lagt er til að hluta af söluhagnaði af jörðinni Straumi verði varið í þessu skyni.

06 Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild dóms- og kirkjumálaráðuneytis verði aukin um 61,8 m.kr.
705     Kirkjumálasjóður.
        1.10
Kirkjumálasjóður. Gerð er tillaga um að hækka lögboðið framlag til Kirkjumálasjóðs um 2,4 m.kr. frá því sem gert var ráð fyrir í fjárlögum þessa árs. Framlagið er reiknað sem 11,3% af sóknargjöldum en þau hækka í samræmi við hækkun á meðaltekjuskattsstofni milli næstliðinna tveggja ára. Hækkunin milli tekjuáranna 1999 og 2000 var 8,8%.
733     Kirkjugarðsgjöld.
        1.11
Kirkjugarðar. Lagt er til að lögboðið framlag til kirkjugarða vegna kirkjugarðsgjalds verði hækkað um 14,8 m.kr. frá því sem gert var ráð fyrir í fjárlögum þessa árs. Kirkjugarðsgjald hækkar í samræmi við hækkanir á meðaltekjuskattsstofni milli næstliðinna tveggja ára. Hækkunin milli tekjuáranna 1999 og 2000 var 8,8%.
        1.13
Kirkjugarðasjóður. Gerð er tillaga um að hækka lögboðið framlag til Kirkjugarðasjóðs um 1,3 m.kr. frá því sem gert var ráð fyrir í fjárlögum þessa árs. Framlagið er reiknað sem 8% hlutdeild í kirkjugarðsgjaldi en það tekur hækkun í samræmi við hækkun á meðaltekjuskattsstofni milli næstliðinna tveggja ára. Hækkunin milli tekjuáranna 1999 og 2000 var 8,8%.
735     Sóknargjöld. Sóknargjöld hækka í samræmi við hækkanir á meðaltekjuskattsstofni milli næstliðinna tveggja ára. Hækkunin milli tekjuáranna 1999 og 2000 var 8,8%.
        1.10
Sóknargjöld til þjóðkirkjunnar. Lagt er til að lögboðið framlag til þjóðkirkjunnar vegna sóknargjalda verði hækkað um 21,6 m.kr. frá því sem gert var ráð fyrir í fjárlögum þessa árs.
                   1.20 Sóknargjöld til annarra trúfélaga. Lagt er til að lögboðið framlag til annarra trúfélaga en þjóðkirkjunnar vegna sóknargjalda verði hækkað um 7,5 m.kr. frá því sem gert var ráð fyrir í fjárlögum þessa árs.
        1.30
Sóknargjöld til Háskóla Íslands. Lagt er til að lögboðið framlag til Háskóla Íslands vegna sóknargjalda verði hækkað um 10,2 m.kr. frá því sem gert var ráð fyrir í fjárlögum þessa árs.
736     Jöfnunarsjóður sókna.
        1.10
Jöfnunarsjóður sókna. Gerð er tillaga um að hækka lögboðið framlag til Jöfnunarsjóðs sókna um 4 m.kr. frá því sem gert var ráð fyrir í fjárlögum þessa árs. Framlagið er reiknað sem 18,5% af sóknargjöldum en þau hækka í samræmi við hækkun á meðaltekjuskattsstofni milli næstliðinna tveggja ára. Hækkunin milli tekjuáranna 1999 og 2000 var 8,8%.

07 Félagsmálaráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild félagsmálaráðuneytis verði aukin um 9 m.kr.
720     Skálatúnsheimilið, Mosfellsbæ.
        1.70
Vistheimilið Skálatúni. Gerð er tillaga um 9 m.kr. aukafjárveitingu vegna halla sem m.a. stafar af launabreytingum hjá starfsmönnum sem eru utan SFR og ekki eru bættar sérstaklega á launa- og verðlagslið fjárlaga.
989     Fæðingarorlof.
        1.01
Umsýslukostnaður Tryggingastofunar ríkisins og 1.11 Fæðingarorlofssjóður. Lagt er til að 61,6 m.kr. verði millifærðar innan þessa fjárlagaliðar af viðfangsefninu 1.11 Fæðingarorlofssjóður á viðfangsefnið 1.01 Umsýslukostnaður Tryggingastofnunar ríkisins. Fjárheimildin er vegna kostnaðar Tryggingastofnunar við undirbúning starfsemi fæðingarorlofssjóðs árið 2000 og starfsemi hans árið 2001. Samkvæmt lögum nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof, sér Tryggingastofnun ríkisins um vörslu sjóðsins, reikningshald hans og afgreiðslu í umboði félagsmálaráðherra. Áætlunin er byggð á mati Ríkisendurskoðunar sem telur að kostnaður Tryggingastofnunar árið 2000 hafi verið 8,4 m.kr. vegna hugbúnaðargerðar og annarra undirbúningsþátta og 53,2 m.kr. árið 2001. Þar af eru 17 m.kr. vegna hugbúnaðargerðar. Tryggingastofnun ríkisins hefur haft umsjón með greiðslum úr eldra kerfi sem starfrækt verður til ársloka 2001. Frá þeim tíma fellur kostnaður við rekstur þess niður svo og ýmis undirbúningskostnaður við að hrinda nýju kerfi í framkvæmd og mun það koma á móti rekstrarkostnaði stofnunarinnar af nýja fæðingarorlofssjóðnum frá og með árinu 2002.

08 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis verði aukin um 20 m.kr.
201     Tryggingastofnun ríkisins.
        1.01
Tryggingastofnun ríkisins. Lagt er til útgjaldaheimild stofnunarinnar verði aukin um 61,6 m.kr. en að sértekjur hækki á móti um sömu fjárhæð þannig að framlag úr ríkissjóði verði óbreytt eftir sem áður. Fjárheimildin er vegna kostnaðar Tryggingastofnunar við undirbúning starfsemi fæðingarorlofssjóðs árið 2000 og starfsemi hans árið 2001. Samkvæmt lögum nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof, sér Tryggingastofnun ríkisins um vörslu sjóðsins, reikningshald hans og afgreiðslu í umboði félagsmálaráðherra. Áætlunin er byggð á mati Ríkisendurskoðunar sem telur að kostnaður Tryggingastofnunar árið 2000 hafi verið 8,4 m.kr. vegna hugbúnaðargerðar og annarra undirbúningsþátta og 53,2 m.kr. árið 2001. Þar af eru 17 m.kr. vegna hugbúnaðargerðar. Tryggingastofnun ríkisins hefur haft umsjón með greiðslum úr eldra kerfi sem starfrækt verður til ársloka 2001. Frá þeim tíma fellur kostnaður við rekstur þess niður svo og ýmis undirbúningskostnaður við að hrinda nýju kerfi í framkvæmd og mun það koma á móti rekstrarkostnaði stofnunarinnar af nýja fæðingarorlofssjóðnum frá og með árinu 2002. Sértekjurnar sem stofnunin hefur til að fjármagna verkefnið eru færðar sem framlag frá viðfangsefninu 07-989 1.01 Umsýslukostnaður Tryggingastofnunar ríkisins hjá félagsmálaráðuneyti.
358     Fjórðungssjúkrahúsið Akureyri.
        1.01
Fjórðungssjúkrahúsið Akureyri. Gerð er tillaga um 5 m.kr. aukafjárveitingu þar sem óhjákvæmilegt hefur reynst að auka starfsemi meinafræðideildar á árinu. Það hefur leitt til meiri mönnunar og hækkunar á kostnaði.
        6.01
Tæki og búnaður. Gerð er tillaga um 15 m.kr. aukafjárveitingu vegna nýrrar vararafstöðvar sem reyndist óhjákvæmilegt að kaupa og taka í notkun með tilkomu nýrrar legudeildarálmu og flutnings barnadeildar í nýtt húsnæði. Útboð á vararafstöð ásamt húsnæðisbreytingum fór að hluta fram árið 2000 en lýkur á þessu ári. Heildarkostnaður fór fram úr upphaflegri áætlun, nemur nú um 39 m.kr. Framlög vegna þess námu 2,2 m.kr. og 11 m.kr. í fjárlögum og fjáraukalögum 2000.

10 Samgönguráðuneyti

         Lagt er til að fjárheimild samgönguráðuneytis verði óbreytt.
335    Siglingastofnun Íslands.
        6.70 Hafnamannvirki. Gerð er tillaga um breytingar á framkvæmdaröð á hafnaáætlun sem ekki hefur áhrif á heildarframlag til stofnunarinnar. Lagt er til að framlag til framkvæmda á Vopnafirði hækki um 84,4 m.kr. og á Arnarstapa í Snæfellsbæ um 3,9 m.kr. Þá er lögð til samsvarandi lækkun á framlögum til framkvæmda sem áætlaðar voru á þessu ári: Í Bolungarvík 14 m.kr., á Þórshöfn 54 m.kr., á Fáskrúðsfirði 18 m.kr. og í Sandgerði 2,3 m.kr. Heildarframlög til þessara framkvæmda koma fram í sérstökum yfirlitum II.

11 Iðnaðarráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild iðnaðarráðuneytis verði aukin um 6 m.kr.
371     Orkusjóður.
        1.13
Jarðhitaleit. Lögð er til 6 m.kr. fjárveiting til að uppfæra jarðfræðikort af Heimaey, seltu- og hitamæla allar tiltækar borholur og gera í kjölfarið grunnvatnskort af eynni.

SKÝRINGAR VIÐ 3. GR.

    Nokkrar breytingar eru lagðar til á 3. gr. frumvarpsins sem breytir 5. gr. fjárlaga. Lagt er til að Íbúðalánsjóði verði veittar auknar lántökuheimildir í ljósi þróunar útlána það sem af er árinu. Lánsfjármögnun hækkar um 940 m.kr. frá fjárlögum ársins til að fjármagna viðbótarlán sem sjóðurinn sér um að veita fyrir hönd sveitarfélaganna. Enn fremur er húsbréfadeild heimilað að auka lántökur um 4.200 m.kr. vegna aukinnar útgáfu húsbréfalána og áformuð lántaka til endurfjármögnunar á eldra húsnæðiskerfi lækkar um 2.500 m.kr. í ljósi endurskoðunar á sjóðstreymi Byggingarsjóða ríkisins og verkamanna.
    Jafnframt er lagt til að lántökur og útlán Byggðastofnunar verði aukin um 300 m.kr. og verði 1.600 m.kr. á árinu 2001. Er það í samræmi við samþykkt ríkisstjórnarinnar frá 5. október sl., en það er mat stjórnenda stofnunarinnar að eiginfjárstaða hennar standi undir auknum útlánum.
    Þá er lagt til að við bætist nýr liður sem heimili Rafmangsveitum ríkisins að taka lán er nemur allt að 780 m.kr. Þar af eru 300 m.kr. til kaupa á Rafveitu Sauðárkróks og 480 m.kr. til að standa undir hallarekstri fyrirtækisins vegna óarðbærra rekstrareininga.
    Loks er lagt til að fjármálaráðherra verði heimilað að veita hinu nýja hlutafélagi um rekstur Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar sjálfskuldarábyrgð er nemur allt að 2.500 m.kr. til að standa undir endurfjármögnun lána í árslok 2001.

    Í sundurliðun 2 með frumvarpinu birtust tvær tilllögur án þess að skýringar fylgdu þeim. Ekki var gert ráð fyrir þeim í samtölum 1. og 2. gr. frumvarpsins, enda áttu þær ekki að vera í sundurliðuninni og birtust þar vegna mistaka við frágang prentskrár. Þær tillögur sem um ræðir voru annars vegar 1,3 m.kr. undir liðnum 01-190 1.55 Íslenskt bókasafn við háskólann í Manitoba, Kanada, og hins vegar 9 m.kr. undir liðnum 08-500 1.10 Heilsugæslustöðvar, almennt. Tillögurnar eru ekki í stöðuskjalinu og hefur breytingin ekki áhrif á útgjöldin í frumvarpinu þar sem ekki var gert ráð fyrir þeim í lagagreinum þess.

Alþingi, 30. nóv. 2001.Ólafur Örn Haraldsson,


form., frsm.


Einar Oddur Kristjánsson.


Arnbjörg Sveinsdóttir.Kristján Pálsson.


Ísólfur Gylfi Pálmason.


Drífa Hjartardóttir.Tómas Ingi Olrich.