Ferill 128. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 455  —  128. mál.
Breytingartillagavið frv. til fjáraukalaga fyrir árið 2001.

Frá Jóni Bjarnasyni, Árna Steinari Jóhannssyni og Guðjóni A. Kristjánssyni.    Við 4. gr. Nýr liður:
    8.27    Að verja allt að 1 milljarði króna til að greiða úr bráðum fjárhagsvanda sveitarfélaganna, m.a. vegna félagslega íbúðakerfisins. Félagsmálaráðherra setur nánari reglur um úthlutunina.

Greinargerð.


    Mörg sveitarfélög á landsbyggðinni búa nú við háar skuldir og mikla greiðsluerfiðleika, m.a. vegna skulda við félagslega íbúðarkerfið og aukins kostnaðar við einsetningu grunnskólans og yfirfærslu hans til sveitarfélaganna. Þar telja mörg þeirra mjög á sig hallað í samskiptum við ríkisvaldið. Hvor tveggja þessara málaflokka bíður úrlausnar á landsvísu.
    Þessi mál og önnur er varða verka- og tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga eru óútkljáð en þau verður að leysa með nýju fjármagni til sveitarfélaganna. Óviðunandi er að einstök sveitarfélög séu knúin til að selja bestu eignir sínar og þjónustustofnanir til að leysa bráðan greiðsluvanda heldur ber að einhenda sér í að leysa fjárhagsvanda sveitarfélaganna á landsvísu. Hér er lagt til að heimilt verði að ráðstafa allt að 1 milljarði kr. á fjáraukalögum þessa árs sem fyrsta skref í að leysa þennan vanda án þess að taka af sveitarfélögum eignir í staðinn.