Ferill 180. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 503  —  180. mál.




Breytingartillögur



við frv. til girðingarlaga.

Frá landbúnaðarnefnd.



    1.     Við 1. gr. 1. mgr. orðist svo:
                 Markmið með þessum lögum er að fjalla um girðingar, hverjir fara með forræði yfir þeim og kostnaðarskiptingu við uppsetningu þeirra á landamerkjum.
       2.      Við 2. gr. Greinin orðist svo:
                 Girðingar í lögum þessum, þegar ekki er annars getið, eru netgirðing, gaddavírsgirðing og rafgirðing. Einnig teljast til girðinga girðingar úr ýmsu efni, svo sem úr tré, steinsteypu, stáli, áli, plasti, grjóti og torfi og að auki aðrar girðingar sem teljast gripheldar að mati búnaðarsambands.
       3.      Við 5. gr.
                  a.      Í stað orðanna „Neiti sá“ í 5. málsl. komi: Neiti sá eða þeir.
                  b.      Við lokamálsliðinn bætist: enda hafi ekki verið reist dýrari girðing en úrskurðaraðilar töldu nauðsynlegt.
       4.      Við 6. gr. Í stað 2. málsl. 1. mgr. komi tveir nýir málsliðir er orðist svo: Þó er hægt að semja um aðra skiptingu kostnaðar nái aðilar um það samkomulagi. Ef forráðamenn sveitarfélaga ákveða einhliða að reisa slíka girðingu greiðir sveitarfélagið allan stofnkostnað girðingarinnar.
       5.      Við 7. gr. 1. málsl. 1. mgr. orðist svo: Nú verða aðilar ekki ásáttir um hvers konar girðingu skuli reisa, kostnaðarskiptingu eða um aðra framkvæmd verksins og skal þá viðkomandi búnaðarsamband tilnefna einn fagaðila til að skera úr um ágreining, sveitarfélag einn og sýslumaður einn.