Ferill 289. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 517  —  289. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 92 24. maí 1994, um Þróunarsjóð sjávarútvegsins, með síðari breytingum.

Frá sjávarútvegsnefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Arndísi Á. Steinþórsdóttur frá sjávarútvegsráðuneyti.
    Með frumvarpinu er lagt til að tvenns konar gjöld sem lögð eru á eigendur fiskiskipa verði hækkuð. Annars vegar hækki gjald sem lagt er á við hver áramót og miðast við stærð skips í brúttótonnum úr 922 kr. í 1.018 kr. og að hámarksgjald sem lagt er á brúttótonn hvers skips hækki úr 350.000 kr. í 387.000 kr. Hins vegar hækki gjald sem lagt er á hvert úthlutað þorskígildistonn úr 1.230 kr. í 1.358 kr.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Kristinn H. Gunnarsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Árni Steinar Jóhannsson sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykkur áliti þessu með fyrirvara.
    Svanfríður Jónasdóttir og Jóhann Ársælsson skrifa undir álitið með fyrirvara.

Alþingi, 10. des. 2001.Einar K. Guðfinnsson,


form., frsm.


Jóhann Ársælsson,


með fyrirvara.


Árni R. Árnason.Svanfríður Jónasdóttir,


með fyrirvara.


Guðmundur Hallvarðsson.


Guðjón A. Kristjánsson,


með fyrirvara.Vilhjálmur Egilsson.


Hjálmar Árnason.