Ferill 193. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 521  —  193. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um breyt. á l. nr. 38 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta sjávarútvegsnefndar (EKG, ÁRÁ, GHall, VE, HjÁ).     1.      Við bætist ný grein er verði 2. gr., svohljóðandi:
                  Við lögin bætist ný grein, 6. gr. b, svohljóðandi:
                  Bátum sem veiðileyfi hafa með krókaaflamarki er heimilt að stunda veiðar úr þeim tegundum sem þeir hafa krókaaflamark í og enn fremur tegundum sem ekki sæta takmörkunum á leyfilegum heildarafla. Ráðherra skal þó setja reglur um leyfðan meðafla. Krókaaflamark er óheimilt að nýta á annan hátt en við línu- og handfæraveiðar.
     2.      Við 3. gr.
                  a.      Á eftir orðunum „300 lestum af ufsa“ í fyrri málslið efnismálsgreinar komi: miðað við óslægðan fisk.
                  b.      Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Getur ráðherra þar á meðal ákveðið skilyrði fyrir framsali aflamarks sem úthlutað er á grundvelli þessa ákvæðis og um ráðstöfun afla sem svarar til þess sem úthlutað er samkvæmt því.
     3.      Við 4. gr. Greinin falli brott.
     4.      Við 6. gr. Greinin orðist svo:
                  Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna:
               a.      Við 1. málsl. 7. mgr. bætist: þó skal einungis heimilt að flytja 30% krókaaflamarks.
         b.     8. mgr. orðast svo:
                     Krókaaflamark verður aðeins flutt til báts sem er undir 6 brl. eða 6 brúttótonnum, enda hafi hann veiðileyfi með krókaaflamarki.
     5.      Við 7. gr.
               a.      Í stað orðanna „á tímabilinu 1. júní 2000 til 31. maí 2001“ í 1. og 3. efnismgr. komi: á fiskveiðiárinu 1999/2000 eða 2000/2001, að vali útgerðar.
               b.      Í stað orðanna „Bátum með krókaaflamarksleyfi“ í 2. efnismgr. komi: Bátum sem krókaaflamarksleyfi fengu 1. september 2001.
               c.      Í stað orðsins „aflareynslu“ í fyrri málslið 3. efnismgr. komi: veiðireynslu.
               d.      Við 1. málsl. 5. efnismgr. bætist: enda hafi ekki verið flutt af bátnum krókaaflahlutdeild eða krókaaflamark.
               e.      Í stað orðanna „1. nóvember 2001“ í 2. málsl. 5. efnismgr. komi: 1. febrúar 2002.
               f.      Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, II, svohljóðandi (og breytist inngangsmálsgrein samkvæmt því):
                       Á tímabilinu 1. febrúar 2002 til 31. ágúst 2002 og á fiskveiðiárinu 2002/2003 er skipstjóra fiskiskips heimilt að ákveða að allt að 5% heildarafla hvors tímabils í botnfiski reiknist ekki til aflamarks skipsins, enda sé eftirfarandi skilyrðum fullnægt:
                 1.    Aflanum sé haldið aðskildum frá öðrum afla skipsins og hann veginn sérstaklega og skráður.
                  2.    Aflinn sé seldur á viðurkenndum uppboðsmarkaði fyrir sjávarafurðir og andvirði hans renni til Hafrannsóknastofnunarinnar.
                       Sé framangreind heimild nýtt skulu forráðamenn uppboðsmarkaðarins þar sem aflinn er seldur standa skil á andvirði hins selda afla til Hafrannsóknastofnunarinnar að frádregnum hafnargjöldum og kostnaði við uppboðið. Þá skal útgerð skipsins fá 20% af andvirði selds afla sem skiptist milli útgerðar og áhafnar samkvæmt samningum þar um. Ráðherra setur nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis.
     6.      Við 8. gr. Síðari málsliður orðist svo: Jafnframt falla úr gildi 6. og 7. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XXIV við lög nr. 38 15 maí 1990, sbr. 6. mgr. ákvæðis til bráðabirgða II við lög nr. 1 14. janúar 1999 og a-lið 3. gr. laga nr. 93 22. maí 2000.