Ferill 230. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 530  —  230. mál.
Breytingartillagavið frv. til l. um breyt. á l. nr. 99/1999, um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.    Við 1. gr.
     a.      3. tölul. 1. mgr. orðist svo: Félög eða einstaklingar sem stunda vátryggingamiðlun skulu greiða 0,04581% af því iðgjaldamagni sem miðlað er á næstliðnu ári, þó eigi lægri fjárhæð en 150.000 kr.
     b.      5. tölul. 1. mgr. orðist svo: Kauphallir og skipulegir tilboðsmarkaðir skulu greiða 0,5% af rekstrartekjum, þó aldrei lægri fjárhæð en 250.000 kr.
     c.      Fyrri málsliður 3. mgr. orðist svo: Þrátt fyrir 1. mgr. skal eftirlitsskyldur aðili sem er að minnsta kosti að 9/10 hlutum í eigu annars eftirlitsskylds aðila greiða 1/5 hluta eftirlitsgjalds, samkvæmt viðeigandi tölulið 1. mgr., enda hafi móðurfélagið heimild til sömu starfsemi og dótturfélagið.