Ferill 319. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 537  —  319. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á tollalögum, nr. 55/1987, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Jónu Björk Guðnadóttur og Pál Jóhannesson frá fjármálaráðuneyti og Ólaf Friðriksson frá landbúnaðarráðuneyti.
    Í frumvarpinu er annars vegar lagt til að fjármálaráðherra verði veitt heimild til að úthluta tollfrjálsum kvótum vegna innflutnings á vörum sem falla ekki undir viðauka tollalaga um landbúnaðarvörur og hins vegar að tollar af tóbaki verði felldir niður. Fyrrnefnda breytingin er til komin vegna samnings Íslands og Noregs um gagnkvæma tollfrjálsa kvóta á íslenskum hestum og norskum kartöfluflögum og ostum, en sú síðarnefnda tengist öðru stjórnarfrumvarpi þar sem lagt er til að greitt verði sérstakt tóbaksgjald í ríkissjóð. Samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið er Ísland skuldbundið til að fella niður tolla af tóbaki sem flutt er til landsins innan svæðisins. Þar sem ekki er hins vegar gert ráð fyrir að tekjur ríkisins af innflutningi og sölu tóbaks lækki er lagt til að sérstakt tóbaksgjald verði lögfest.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson og Ögmundur Jónasson skrifa undir álitið með fyrirvara.

Alþingi, 10. des. 2001.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Jóhanna Sigurðardóttir,


með fyrirvara.

Einar K. Guðfinnsson.



Kristinn H. Gunnarsson.


Össur Skarphéðinsson,


með fyrirvara.

Sigríður A. Þórðardóttir.



Ögmundur Jónasson,


með fyrirvara.


Gunnar Birgisson.


Hjálmar Árnason.