Ferill 252. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 549  —  252. mál.



Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á lögum um loftferðir, nr. 60/1998.

Frá meiri hluta samgöngunefndar (GHall, ArnbS, SI, MS, ÞKG).



     1.      Við 3. gr.
                  a.      Í stað orðsins „framkvæmdastjóri“ í 2. efnismgr. komi: ábyrgðarmaður.
                  b.      Í stað orðanna „sem getur hvenær sem er fellt viðurkenningu sína úr gildi“ í 2. efnismgr. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Komi í ljós að kunnáttu eða hæfni fyrirsvarsmanns sem hlotið hefur viðurkenningu sé ábótavant eða fyrirsvarsmaður brýtur trúnað við Flugmálastjórn getur hún fellt viðurkenningu sína úr gildi.
                  c.      Í stað orðanna „skal Flugmálastjórn Íslands svipta“ í 1. málsl. 5. efnismgr. komi: getur Flugmálastjórn Íslands svipt.
     2.      Við 5. gr. Greinin orðist svo:
                   3. mgr. 42. gr. laganna orðast svo:
                  Farþegum er skylt að fara eftir fyrirmælum flugstjóra eða annarra flugverja um góða hegðun og reglu í loftfari.
     3.      Við 6. gr. Síðari efnismálsgrein falli brott.
     4.      Við 8. gr.
                  a.      1. málsl. 2. efnismgr. orðist svo: Nú vill aðili hefja starfrækslu flugvallar í þágu almenningsflugs og skal þá umráðamaður og/eða eigandi hans sækja um starfsleyfi til Flugmálastjórnar Íslands minnst þremur mánuðum fyrir fyrirhugaða opnun hans.
                  b.      Lokamálsliður 2. efnismgr. falli brott.
                  c.      Í stað orðanna „skal svipta“ í 4. efnismgr. komi: getur svipt.
                  d.      Í stað orðanna „leita eftir viðurkenningu Flugmálastjórnar Íslands“ í 5. efnismgr. komi: á ný sækja um starfsleyfi.
     5.      Við 9. gr.
                  a.      Í stað orðanna „viðurkenningu á aðstöðu og búnaði“ í 2. efnismgr. komi: starfsleyfi.
                  b.      Lokamálsliður 2. efnismgr. falli brott.
     6.      Við 10. gr. 2. efnismálsl. orðist svo: Flugverndaráætlanir eftirlitsskyldra aðila skulu lagðar fyrir stofnunina til samþykktar, en þær skulu greina viðbrögð við ólögmætum aðgerðum gegn öryggi flugsamgangna, tilgreina fyrirkomulag við öryggisleit á mönnum, leit í farmi og farangri og gegnumlýsingu hans, tækjabúnað til slíks starfs, lýsingu á gæðakerfum og þjálfunar- og neyðaráætlanir.
     7.      Við 14. gr. Við 2. efnismgr. bætist: sem ráðherra setur að höfðu samráði við Persónuvernd.



Prentað upp.

     8.      Við 15. gr.
                  a.      Í stað orðsins „framkvæmdastjóri“ í efnismálsgrein komi: ábyrgðarmaður.
                  b.      Í stað orðanna „sem getur hvenær sem er fellt viðurkenningu sína úr gildi“ í efnismálsgrein komi nýr málsliður, svohljóðandi: Komi í ljós að kunnáttu eða hæfni fyrirsvarsmanns sem hlotið hefur viðurkenningu sé ábótavant eða fyrirsvarsmaður brýtur trúnað við Flugmálastjórn getur hún fellt viðurkenningu sína niður.
     9.      Við 16. gr. Í stað orðanna „skal Flugmálastjórn Íslands svipta“ í 1. málsl. 2. efnismgr. komi: getur Flugmálastjórn Íslands svipt.
     10.      Við bætist ný grein er verði 20. gr. og orðist svo:
                  141. gr. laganna orðast svo:
                  Brot gegn lögum þessum, reglugerðum, reglum eða fyrirmælum settum eða gefnum samkvæmt þeim varða sektum eða fangelsi allt að fimm árum. Tilraun og hlutdeild í brotum er refsiverð skv. III. kafla almennra hegningarlaga.
     11.      Við bætist ákvæði til bráðabirgða er orðist svo:
                  Frestur til að sækja um starfsleyfi, sbr. 8. gr., til handa þeim flugvöllum sem starfræktir eru við gildistöku laga þessara skal vera tvö ár frá gildistökudegi þeirra.
                  Frestur til að sækja um starfsleyfi, sbr. 9. gr., til handa þeim flugstöðvum sem starfræktar eru við gildistöku laga þessara skal vera tvö ár frá gildistökudegi þeirra.