Ferill 136. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 553  —  136. mál.
Frumvarp til lagaum breytingu á lögum nr. 7/1936, um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 12. des.)1. gr.

    Við 36. gr. b laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
    Regla 2. málsl. 1. mgr. gildir ekki þegar aðilar eða stofnanir sem hafa það hlutverk að vernda neytendur geta gripið til aðgerða samkvæmt landslögum til að fá úr því skorið hvort samningsskilmálar sem ætlaðir eru til almennrar notkunar séu ósanngjarnir.

2. gr.


    Við lögin bætist ný grein, 40. gr. a, sem orðast svo:
    Viðskiptaráðherra er heimilt á grundvelli EES-tilskipunar 93/13/EBE um ósanngjarna samningsskilmála að kveða nánar á með reglugerð um framkvæmd ákvæða laga þessara um ósanngjarna samningsskilmála.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.