Ferill 358. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 558  —  358. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um húsnæðismál, nr. 44/1998.

Frá félagsmálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Inga Val Jóhannsson og Óskar Pál Óskarsson frá félagsmálaráðuneyti, Þórð Skúlason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Guðmund Bjarnason frá Íbúðalánasjóði.
    Með frumvarpinu er lagt til að stjórn Íbúðalánasjóðs verði veitt heimild í ákveðnum tilvikum til að afskrifa hluta af skuldum sveitarfélags við sjóðinn. Telur nefndin eðlilegt að Íbúðalánasjóði verði fengin slík heimild enda sé hún í samræmi við hagsmuni sjóðsins.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins.
    Jónína Bjartmarz og Drífa Hjartardóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 12. des. 2001.



Arnbjörg Sveinsdóttir,


form., frsm.


Magnús Stefánsson.


Kristján Pálsson.



Pétur H. Blöndal.


Guðrún Ögmundsdóttir,


með fyrirvara.


Ásta R. Jóhannesdóttir,


með fyrirvara.



Steingrímur J. Sigfússon,


með fyrirvara.