Ferill 227. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 560  —  227. mál.




Breytingartillögur



við frv. til kvikmyndalaga.

Frá menntamálanefnd.



     1.      Við 4. gr. Orðið „almennt“ í niðurlagi 1. mgr. falli brott.
     2.      Við 5. gr. Á eftir orðinu „Kvikmyndasjóðs“ komi: sbr. 6. gr.
     3.      Við 7. gr. Greinin orðist svo:
             Forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands tekur endanlega ákvörðun um veitingu fjárstuðnings úr Kvikmyndasjóði til undirbúnings, framleiðslu og/eða dreifingar íslenskra kvikmynda.
             Í reglugerð sem menntamálaráðherra setur að fenginni umsögn kvikmyndaráðs skal kveðið á um skilyrði fyrir framlögum úr sjóðnum með styrkjum, lánum eða veitingu tímabundinna vilyrða fyrir stuðningi. Jafnframt skulu sett ákvæði m.a. um undirbúning úthlutunar og greiðslur úr sjóðnum. Þar skal enn fremur kveðið á um meginskiptingu fjárveitinga Kvikmyndasjóðs milli einstakra greina kvikmyndagerðar, svo og um tilhögun mats á umsóknum, störf úthlutunarnefnda og um kvikmyndaráðgjafa.
     4.      Við 8. gr. Í stað orðanna „lögum um skilaskyldu til safna“ í 1. og 2. tölul. komi: lögum um skylduskil til safna.
     5.      Í stað orðanna „að undangenginni auglýsingu“ í 4. mgr. ákvæðis til bráðabirgða komi: samkvæmt ákvæðum 9. gr., þó eigi lengur en til 1. mars 2003.
     6.      Í stað dagsetningarinnar „1. febrúar 2002“ í 5. mgr. ákvæðis til bráðabirgða komi: 1. febrúar 2003.















Prentað upp.