Ferill 180. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 569  —  180. mál.
Breytingartillagavið frv. til girðingarlaga.

Frá Guðjóni A. Kristjánssyni.    Við 5. gr. Á eftir 2. málsl. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Ábúendur, sem búið hafa við ógirt land sl. 20 ár, eiga rétt á því að krefjast annarrar kostnaðarskiptingar.

Greinargerð.


    Telja verður ósanngjarnt að ábúendur, sem búið hafa lengi við ógirt land án þess að neinum skaða hafi valdið, eigi við það að búa að ef nýr eignaraðili verður að næstu jörð geti sá krafist girðingar. Jafnvel þótt áratugahefð sé fyrir ógirtu landi getur hinn nýi eignaraðili krafið bændur, sem lengi hafa búið, um að bera kostnað að hálfu við girðingu á landi sem aldrei hefur verið girt.
    Með breytingartillögunni er þeim sem búið hafa á jörðum tryggð betri réttarstaða.