Ferill 145. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 604  —  145. mál.
Frumvarp til lagaum breytingu á lögum nr. 107/1999, um fjarskipti.

(Eftir 2. umr., 14. des.)1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. laganna:
     a.      3. mgr. verður svohljóðandi:
                  Jöfnunargjald samkvæmt lögum þessum skal nema 0,12% af bókfærðri veltu skv. 2. mgr. Skal fjárþörf vegna alþjónustu endurskoðuð árlega af Póst- og fjarskiptastofnun og niðurstaða þeirrar endurskoðunar ásamt tillögu um breytt gjaldhlutfall, ef þörf þykir, lögð fyrir samgönguráðherra. Verði útgjöld meiri en nemur jöfnunargjöldum á árinu skal gjaldfæra þann mismun á skuldbindingar næsta árs. Verði fjárhæð jöfnunargjalda meiri en nemur útgjöldum á gjaldárinu skal afgangur fluttur til næsta árs.
     b.      Á eftir orðinu „innheimtu“ í 5. mgr. kemur: þ.m.t. fyrirframgreiðslu.

2. gr.

    20. gr. laganna verður svohljóðandi:
    Rekstrarleyfishafar með umtalsverða markaðshlutdeild í almennum fastasímanetum og talsímaþjónustu skulu verða við öllum réttmætum og sanngjörnum beiðnum fjarskiptafyrirtækja um aðgang að heimtaugum og aðstöðu er slíkum aðgangi tengist. Gjöld fyrir aðgang og aðstöðu skulu byggjast á kostnaði, þ.m.t. eðlilegri arðsemi af bundnu fjármagni. Rekstrarleyfishafar með umtalsverða markaðshlutdeild skulu birta viðmiðunartilboð um aðgang að heimtaugum og tengdri aðstöðu. Póst- og fjarskiptastofnun getur krafist breytinga á viðmiðunartilboði, þ.m.t. verði. Póst- og fjarskiptastofnun er heimilt að setja reglur um hvert skuli vera efni viðmiðunartilboðs.
    Beiðnum um aðgang að heimtaugum skal aðeins hafnað á grundvelli hlutlægra viðmiðana, nauðsynjar þess að viðhalda heildstæði neta eða af tæknilegum ástæðum. Náist ekki samkomulag um aðgang getur aðili vísað málinu til Póst- og fjarskiptastofnunar. Um málsmeðferð fer skv. 27. og 28. gr.
    Samgönguráðherra skal setja reglugerð skv. 1. mgr. sem felur í sér að reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2887/2000 frá 18. desember 2000, um opinn aðgang að heimtaugum, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 47/2001 frá 30. mars 2001, um breytingu á XI. viðauka við EES-samninginn, verði að fullu innleidd í íslensk lög.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.