Ferill 379. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 613  —  379. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.

Frá Pétri H. Blöndal.



     1.      Hvernig hafa ógreiddar lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs og ríkisfyrirtækja gagnvart Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins breyst frá og með 1995?
     2.      Hvað hafa ríkissjóður og ríkisfyrirtæki greitt háar fjárhæðir umfram iðgjöld til lífeyrissjóðsins til að mæta auknum lífeyrisskuldbindingum?
     3.      Hvernig hefur stjórn lífeyrissjóðsins ráðstafað þessu fé? Svarið óskast sundurgreint á ríkisskuldabréf, önnur skuldabréf, skráð hlutabréf og óskráð hlutabréf, svo og á innlenda og erlenda fjárfestingu. Ef ekki liggur fyrir sundurliðun á ráðstöfun þessa fjár sérstaklega verði það metið sem hlutfall af sameiginlegri ráðstöfun.
     4.      Hvernig hefur ávöxtun á þetta fé verið frá 1995?
     5.      Hvaða áhrif hefur góð eða lök ávöxtun á iðgjöld launþega, iðgjöld og eingreiðslur launagreiðenda og fjárhæð lífeyris, sundurgreint á deildir? Hvernig er því farið hjá almennum lífeyrissjóðum?


Skriflegt svar óskast.