Ferill 394. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 651  —  394. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um innheimtulög.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Telur ráðherra þörf á sérstakri löggjöf um innheimtuaðgerðir til hagsbóta fyrir neytendur og til að tryggja hag skuldara, líkt og er í gildi annars staðar á Norðurlöndunum?
     2.      Hvaða fyrirkomulag gildir um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar, m.a. þóknunar sem heimilt er að krefja skuldara um, og hvaða reglur telur ráðherra að eigi að gilda í því efni?
     3.      Hver er skýringin á því að frumvarp til innheimtulaga sem lagt var fram á 122. og 123. löggjafarþingi hefur ekki verið lagt fram aftur og mun ráðherra beita sér fyrir því að það verði lagt fram á yfirstandandi þingi?