Ferill 399. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 656  —  399. mál.
Fyrirspurntil heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um þátttöku almannatrygginga í ferðakostnaði foreldra barna á meðferðarstofnunum.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur.     1.      Hvaða rök eru fyrir því að ekki gilda sambærilegar reglur um þátttöku almannatrygginga í ferðakostnaði foreldra barna sem dveljast á meðferðarstofnunum fjarri heimili, en foreldrum ber að taka þátt í meðferð þeirra, og ferðakostnaði foreldra barna sem dveljast á sjúkrastofnunum innan lands?
     2.      Telur ráðherra ástæðu til að samræma ferðakostnaðarreglur almannatrygginga innan lands þannig að jafnræði ríki með þessum hópum?