Ferill 379. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 679  —  379. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Péturs H. Blöndals um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.

     1.      Hvernig hafa ógreiddar lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs og ríkisfyrirtækja gagnvart Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins breyst frá og með 1995?
    Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) skiptist í fimm deildir, A-deild LSR, B-deild LSR, S-deild LSR, Lífeyrissjóð alþingismanna og Lífeyrissjóð ráðherra. Ríkissjóður ber skuldbindingu vegna allra þessara sjóða nema A- og S-deildar LSR. Þrátt fyrir að ekki sé spurt sérstaklega um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga (LH) er hann hafður með í þessari umfjöllun. Eingöngu fjallað um skuldbindingar þeirra sjóða (LSR og LH) sem ríkissjóður er bakábyrgur fyrir.
    Tölur fyrir árið 2001 eru áætlaðar og ber að taka með fyrirvara. Gert er ráð fyrir að skuldbindingar A-hluta ríkissjóðs á árinu 2001 verði sama hlutfall af skuldbindingum sjóðanna í heild og árið 2000.

Lífeyrisskuldbindingar A-hluta ríkissjóðs (fjárhæðir í millj. kr.)
1995 Breyting 1996 Breyting 1997 Breyting 1998 Breyting
B-deild LSR 69.398 - 77.439 12% 80.925 5% 108.345 34%
Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga 7.151 - 7.914 11% 8.336 5% 11.024 32%
Lífeyrissjóður alþingismanna 2.460 - 2.505 2% 2.662 6% 2.737 3%
Lífeyrissjóður ráðherra 306 - 330 8% 345 5% 366 6%
Samtals 79.315 - 88.188 11% 92.268 5% 122.472 33%


1999

Breyting

2000

Breyting
Áætlun
2001

Breyting
B-deild LSR 122.698 13% 139.360 14% 158.694 14%
Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga 11.716 6% 12.402 6% 14.164 14%
Lífeyrissjóður alþingismanna 3.316 21% 3.286 -1% 3.450 5%
Lífeyrissjóður ráðherra 690 89% 714 3% 749 5%
Samtals 138.420 13% 155.762 13% 177.057 14%
Aukaframlag ríkissjóðs umfram lögbundin iðgjöld (inneign í lok árs)
8.015


17.357

117%

33.954

96%
Samtals 130.405 6% 138.405 6% 143.103 3%

     2.      Hvað hafa ríkissjóður og ríkisfyrirtæki greitt háar fjárhæðir umfram iðgjöld til lífeyrissjóðsins til að mæta auknum lífeyrisskuldbindingum?
    Á árinu 1999 ákvað fjármálaráðherra að ríkissjóður skyldi hefja greiðslur til sjóðanna umfram lagaskyldu og hefur þeim greiðslum verið haldið áfram. Innborganir ríkissjóðs geta ýmist verið í formi beinna aukagreiðslna, viðbótariðgjalds frá stofnunum í A-hluta ríkissjóðs eða iðgjaldaviðbótar frá sveitarfélögum vegna grunnskólakennara, sem sjóðurinn hefði annars skilað til ríkissjóðs. Áframhaldandi greiðslur eru háðar stöðu ríkissjóðs og ákvörðun fjármálaráðherra hverju sinni.
    Greiðslur ríkissjóðs til sjóðanna vegna lífeyrishækkana eru ekki með í þessari umfjöllun, en þær koma einnig til lækkunar á skuldbindingu ríkissjóðs.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



     3.      Hvernig hefur stjórn lífeyrissjóðsins ráðstafað þessu fé? Svarið óskast sundurgreint á ríkisskuldabréf, önnur skuldabréf, skráð hlutabréf og óskráð hlutabréf, svo og á innlenda og erlenda fjárfestingu. Ef ekki liggur fyrir sundurliðun á ráðstöfun þessa fjár sérstaklega verði það metið sem hlutfall af sameiginlegri ráðstöfun.
    Aukagreiðslum ríkissjóðs umfram lagaskyldur er ráðstafað með öðrum fjármunum sjóðanna. Hér að neðan má sjá hvernig þessum fjármunum hefur verið varið árin 1999 og 2000 ásamt áætlun fyrir árið 2001 samkvæmt umbeðinni flokkun.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



[ ]
         Á árinu 2001 voru gerðir gjaldmiðlaskiptasamningar til að draga úr gjaldmiðlaáhættu og koma í veg fyrir að erlendar fjárfestingar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga hefðu áhrif á gengi íslensku krónunnar. Alls voru gerðir samningar fyrir 3,5 milljarða króna.

     4.      Hvernig hefur ávöxtun á þetta fé verið frá 1995?

    Eins og áður hefur komið fram hóf ríkissjóður greiðslur til sjóðanna umfram lagaskyldu árið 1999. Því eru meðfylgjandi upplýsingar fyrir árin 1999 til 2001. Þær fjárhæðir sem ríkissjóður hefur greitt aukalega til sjóðanna eru uppfærðar árlega í samræmi við vísitölu neysluverðs og hreina raunávöxtun þeirra.

Hrein raunávöxtun 1999–2001.
1999 2000 janúar til júní 2001
B-deild LSR 7,56% 2,17% 2,60%
LH 9,08% 0,71% 1,90%


     5.      Hvaða áhrif hefur góð eða lök ávöxtun á iðgjöld launþega, iðgjöld og eingreiðslur launagreiðenda og fjárhæð lífeyris, sundurgreint á deildir? Hvernig er því farið hjá almennum lífeyrissjóðum?
    Svör þessi taka til allra fimm deilda Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga.

Iðgjald launþega.
    Ávöxtun sjóðanna hefur engin áhrif á iðgjald launþega. Launahækkanir hafa hins vegar áhrif á iðgjaldagreiðslur launþega og mótframlag launagreiðenda. Hjá S-deild LSR er iðgjaldaprósentan háð ákvörðun launþegans.

Mótframlag launagreiðenda.
    Ávöxtun sjóðanna hefur engin áhrif á mótframlag launagreiðenda nema hjá A-deild LSR.
    Hjá A-deild LSR er mótframlag launagreiðenda nú 11,5%, en það er breytilegt samkvæmt lögum sjóðsins og er miðað við að sjóðurinn eigi að jafnaði nægar eignir til að standa undir lífeyrisskuldbindingum sínum. Iðgjaldaprósenta launagreiðenda er endurskoðuð árlega. Heildarstaða A-deildar LSR var í jafnvægi í árslok 2000 og er mótframlag launagreiðenda enn óbreytt frá stofnun sjóðsins.

Lífeyrishækkanir.
    Samkvæmt lögum um sjóði LSR og LH endurgreiða launagreiðendur sjóðunum þann hluta lífeyris sem er hækkun á áður úrskurðuðum lífeyri. Ávöxtun sjóðanna hefur engin áhrif á endurgreiðslur launagreiðenda til sjóðanna vegna lífeyrishækkana. Hækkanir á dagvinnulaunum hækka greiðslur til lífeyrisþega samkvæmt launaviðmiði þeirra, þessar hækkanir eru þannig endurgreiddar til sjóðanna frá launagreiðendum. Þetta gildir eingöngu um virka lífeyrisþega á hverjum tíma.
    Kröfur á launagreiðendur vegna lífeyrishækkana eru ekki til staðar hjá A- og S-deild LSR.

Lífeyrisgreiðslur.
    Ávöxtun annarra deilda en S-deildar LSR hefur engin áhrif á lífeyrisgreiðslur, en þær breytast í samræmi við hækkanir á dagvinnulaunum. Lífeyrisgreiðslur A-deildar LSR hækka í samræmi við vísitölu neysluverðs. Inneign sjóðfélaga hjá S-deild LSR breytist í takt við innborganir og ávöxtun en við tiltekinn aldur er inneignin laus til útborgunar samkvæmt fyrirkomulagi sem sjóðfélaginn ákveður.

Aukagreiðslur ríkissjóðs.
    Í kjölfar þess að ríkissjóður hóf að greiða aukalega til B-deildar LSR og LH árið 1999 var undirritaður samningur milli sjóðanna og ríkissjóðs um hvernig farið skyldi með þessa fjármuni hjá sjóðunum. Þær fjárhæðir sem ríkissjóður hefur greitt samkvæmt samkomulaginu eru uppfærðar árlega í samræmi við vísitölu neysluverðs og hreina raunávöxtun sjóðanna.
    Innborganir ríkissjóðs mynda inneign hjá sjóðunum og kemur hún til frádráttar á skuldbindingum ríkissjóðs. Inneignin hefur hins vegar engin áhrif á mat á skuldbindingum annarra launagreiðenda komi til uppgjörs á þeim.

Bakábyrgð ríkissjóðs.
    Bakábyrgð ríkissjóðs er sá hluti af skuldbindingum sjóðanna sem ekki er mætt með eignum sjóðanna eða kröfu þeirra á launagreiðendur vegna lífeyrishækkana. Eignir sjóðanna eru m.a. háðar ávöxtun þeirra en lífeyrishækkanir eru háðar hækkunum á dagvinnulaunum. Slök ávöxtun samfara miklum hækkunum á dagvinnulaunum eykur bakábyrgð ríkissjóðs.
    Til skýringar má hér að neðan sjá hvernig skuldbinding vegna B-deildar LSR skiptist á ábyrgðaraðila í árslok 2000. Nánari umfjöllun má finna á bls. 29–33 í ársreikningi sjóðanna fyrir árið 2000.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Aðrir sjóðir.
    Aðrir lífeyrissjóðir eru flestir stigasjóðir og svipar þannig til A-deildar LSR nema hvað mótframlag launagreiðenda er ekki breytilegt. Ef ávöxtun þeirra er slök í langan tíma gæti þurft að skerða réttindi sjóðfélaganna. Hjá A-deild LSR er mótframlagi launagreiðenda breytt þar til jafnvægi er náð milli eigna og skuldbindinga.