Ferill 449. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 719  —  449. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um mat á umhverfisáhrifum djúpborunar eftir jarðhita.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



     1.      Hvaða djúpborunarverkefni hafa verið tilkynnt Skipulagsstofnun frá því að ný lög um mat á umhverfisáhrifum tóku gildi árið 2000 og í hvaða tilfellum hefur Skipulagsstofnun úrskurðað að þau skuli háð mati á umhverfisáhrifum?
     2.      Hvaða djúpborunarverkefni voru háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt eldri lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 63/1993?
     3.      Hverjar hafa verið niðurstöður mats á umhverfisáhrifum í þeim tilfellum sem það hefur farið fram?
     4.      Hefur verið leitað álits Náttúruverndar ríkisins um þau djúpborunarverkefni sem Skipulagsstofnun hefur fjallað um og hver hafa sjónarmið stofnunarinnar verið samanborið við úrskurði Skipulagsstofnunar?
     5.      Eru einhverjar umsóknir um leyfi til djúpborunar óafgreiddar um þessar mundir?
     6.      Hvernig hefur verið staðið við verndarákvæði 37. gr. náttúruverndarlaga, nr. 44/1999, í þeim tilfellum sem heimiluð hefur verið djúpborun eftir jarðhita?


Skriflegt svar óskast.