Ferill 464. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 744  —  464. mál.
Fyrirspurntil viðskiptaráðherra um meint óeðlileg innherjaviðskipti.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.     1.      Er ráðherra sammála Verðbréfaþingi Íslands um að ekki sé nauðsynlegt að aðhafast neitt varðandi kaup tíu stjórnenda Kaupþings hf. á hlutabréfum í Kaupþingi fyrir um 480 millj. kr. í tengslum við kaup fyrirtækisins á sænska verðbréfafyrirtækinu Aragon?
     2.      Hvaða rök lágu að baki því að Verðbréfaþing taldi ekki nauðsynlegt að gera athugasemdir við kaupin eða aðhafast neitt í málinu?
     3.      Hvaða heimild hefur Verðbréfaþing Íslands til að láta fara fram sjálfstæða rannsókn þegar um meint óeðlileg fruminnherjaviðskipti er að ræða og hvaða úrræði hefur það þegar um slík tilvik er að ræða? Er eðlilegt að orð þeirra sem grunaðir eru um óeðlileg innherjaviðskipti séu forsenda þess að mál sé látið niður falla hjá Verðbréfaþingi?
     4.      Hversu mikið hefur gengi hlutabréfa í Kaupþingi breyst frá því að fyrrgreindir stjórnendur fyrirtækisins áttu viðskiptin og hversu mikið hafa þeir hagnast á kaupunum miðað við það?
     5.      Er ástæða til að herða enn frekar á ákvæðum laga um innherjaviðskipti að mati ráðherra?
     6.      Hversu mörg mál um meint óeðlileg innherjaviðskipti hafa Verðbréfaþing Íslands og Fjármálaeftirlitið tekið til athugunar á ári undanfarin þrjú ár og í hve mörgum tilvikum hefur málum verið vísað áfram til ríkislögreglustjóra vegna meintra brota á ákvæðum laga um innherjaviðskipti og fruminnherjaviðskipti? Svar óskast sundurgreint eftir atvinnugreinum.


Skriflegt svar óskast.