Ferill 499. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 789  —  499. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um útibú Matra á Ísafirði.

Frá Jóni Bjarnasyni.



     1.      Hvernig samræmist lokun útibús Matra á Ísafirði stefnu stjórnvalda í byggðamálum og málefnum Vestfirðinga sérstaklega?
     2.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að útibú Matra á Ísafirði verði þegar í stað opnað að nýju og því tryggður öruggur og sjálfstæður rekstrargrundvöllur, a.m.k. í nokkurn reynslutíma, svo sem fimm ár?