Ferill 168. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 806  —  168. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um póstþjónustu.

Frá meiri hluta samgöngunefndar (GHall, MS, ArnbS, ÞKG, SI, LB, KLM).     1.      Við 1. gr. Í stað orðanna „flutning og skil“ komi: flutningi og skilum.
     2.      Við 4. gr.
                  a.      Á eftir orðunum „árituðum viðtakanda“ í 1. málsl. 4. mgr. komi: eða þeim sem heimild hefur til að taka við slíkri sendingu fyrir hans hönd.
                  b.      Í stað orðsins „viðtökustað“ í 2. málsl. 4. mgr. komi: ákvörðunarstað.
                  c.      Í stað orðsins „rekstrarleyfishafi“ í 17. mgr. komi: póstrekandi.
                  d.      Í stað orðsins „viðtökustað“ í 21. mgr. komi: ákvörðunarstað.
     3.      Við 6. gr. Í stað orðanna „og prentuðu innihaldi sem er að öllu leyti eins, dagblaða, vikublaða og tímarita, bóka og verðlista“ í 3. mgr. komi: markpósts og dagblaða, vikublaða, tímarita, bóka og verðlista með utanáskrift.
     4.      Við 27. gr. 3. málsl. 1. mgr. orðist svo: Rekstrarleyfishafi, sem falinn hefur verið einkaréttur ríkisins, á aðeins rétt á fjárframlagi vegna alþjónustu sem fellur utan einkaréttar hans.
     5.      Við 28. gr. 3. mgr. orðist svo:
                  Jöfnunargjald skal ákveðið með lögum. Á grundvelli fenginna umsókna skal fjárþörf vegna alþjónustu endurskoðuð árlega af Póst- og fjarskiptastofnun og niðurstaða þeirrar endurskoðunar ásamt tillögu um breytt gjaldhlutfall, ef þörf þykir, lögð fyrir samgönguráðherra.
     6.      Við 31. gr. Í stað orðsins „viðtökustað“ í 5. mgr. komi: ákvörðunarstað.
     7.      Við 32. gr.
                  a.      Í stað orðanna „að viðstöddum fulltrúa Póst- og fjarskiptastofnunar“ í 3. mgr. komi: í samræmi við reglur sem ráðherra setur, sbr. 35. gr., að fenginni umsögn Persónuverndar. Við gerð og beitingu þessara reglna skal þess gætt að óskilasendingar geta innihaldið viðkvæmar persónuupplýsingar.
                  b.      Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Óskilasendingar.
     8.      Við 47. gr.
                  a.      Í stað orðanna „viðurvist fulltrúa Póst- og fjarskiptastofnunar“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: samræmi við reglur sem ráðherra setur.
                  b.      Í stað orðanna „og án viðurvistar fulltrúa Póst- og fjarskiptastofnunar“ í lokamálslið 1. mgr. komi: í samræmi við reglur sem ráðherra setur, sbr. 32. gr.
     9.      Við 54. gr. 1. mgr. orðist svo:
                  Lög þessi öðlast þegar gildi.


Prentað upp.