Ferill 370. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 870  —  370. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. um endurskoðendur, nr. 18/1997, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Maríönnu Jónasdóttur og Telmu Halldórsdóttur frá fjármálaráðuneyti. Umsagnir bárust um málið frá Ríkisendurskoðun, Félagi löggiltra endurskoðenda og Verslunarráði Íslands.
    Frumvarpið er til komið vegna skuldbindinga Íslands samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og er ætlað að koma þeirri skipan á að endurskoðendafyrirtæki hafi nöfn og heimilisföng félagsmanna og hluthafa fyrirtækisins aðgengileg almenningi.
    Þar sem gert var ráð fyrir að frumvarpið yrði að lögum fyrir áramótin 2001–2002 er nauðsynlegt að breyta gildistökuákvæði þess og gerir nefndin breytingartillögu þess efnis. Þá er gerð breytingartillaga til að gæta samræmis í lagatexta þannig að alls staðar verði notað orðið „endurskoðunarfyrirtæki“ eins og nú er í lögunum.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem gerð er grein fyrir í sérstöku þingskjali.
    Hjálmar Árnason var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 22. febr. 2002.


Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Jóhanna Sigurðardóttir.


Kristinn H. Gunnarsson.Össur Skarphéðinsson.


Sigríður A. Þórðardóttir.


Ögmundur Jónasson.Gunnar Birgisson.


Helga Guðrún Jónasdóttir.