Ferill 347. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 908  —  347. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 145/1994, um bókhald, lögum nr. 144/1994, um ársreikninga, og lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



     1.      Við 2. gr. 3. efnismgr. falli brott.
     2.      Við 3. gr.
                  a.      Orðin „á starfsstöð“ í 1. málsl. efnismálsgreinar a-liðar falli brott.
                  b.      Inngangsmálsliður b-liðar orðist svo: 2. mgr. sem verður 3. mgr. orðast svo.
     3.      Við 4. gr. Í stað orðanna „í erlendri mynt“ í lokamálslið komi: í erlendum gjaldmiðli.
     4.      Við 5. gr.
                  a.      Í stað orðanna „og meginstarfsemi þeirra er erlendis“ í 2. tölul. 1. efnismgr. a-liðar (11. gr. A) komi: og meginviðskipti eru við þessi félög.
                  b.      Orðið „laganna“ í 4. tölul. 1. efnismgr. a-liðar (11. gr. A) falli brott.
     5.      Við 6. gr. Greinin orðist svo:
                  90. gr. laganna orðast svo:
                  Félög sem fengið hafa heimild til að semja ársreikning í erlendum gjaldmiðli, sbr. 11. gr. A, skulu umreikna fjárhæðir í efnahagsreikningi fyrra árs á lokagengi þess árs. Þó er heimilt að umreikna efnahagsliði, aðra en peningalegar eignir og skuldir, svo sem varanlega rekstrarfjármuni og eignarhluti, á upphaflegu kaupgengi. Jafnframt er heimilt að umreikna innborgað hlutafé eða stofnfé á því gengi sem gilti þegar innborganir fóru fram. Við umreikninginn skal lögbundinn varasjóður nema sama hlutfalli af hlutafé í erlendum gjaldmiðli og hann nam í íslenskum krónum. Hinar umreiknuðu fjárhæðir mynda upphafsstærðir í bókhaldi í erlendum gjaldmiðli og skal gera grein fyrir umreikningsaðferðum í skýringum við ársreikning.
     6.      Við 7. gr. Í stað dagsetningarinnar „28. febrúar 2002“ komi: 30. apríl 2002.
     7.      Við 8. gr. Greinin orðist svo:
                   Á eftir 91. gr. laganna kemur ný grein, 91. gr. A, svohljóðandi:
                  Skýrslu lögaðila sem heimild hafa til að semja ársreikning í erlendum gjaldmiðli, sbr. 11. gr. A laga um ársreikninga, skal fylgja undirritaður ársreikningur í samræmi við ákvæði laga um ársreikninga, ásamt sérstakri greinargerð, sbr. 1. mgr. 91. gr., um skattstofna í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður og skulu fjárhæðir vera í íslenskum krónum.
                  Fjárhæðir í greinargerð skv. 1. mgr. skulu umreiknaðar í íslenskar krónur á eftirfarandi hátt:
                  a.      Tekjur og gjöld á árinu, þ.m.t. fyrningar, skulu umreiknuð í íslenskar krónur á meðalgengi reikningsársins.

Prentað upp.

                  b.      Eignir, skuldir og eigið fé skal umreiknað í íslenskar krónur á gengi í lok viðkomandi reikningsárs.
                  c.      Gengismunur sem kann að myndast við umreikning ársreiknings úr erlendum gjaldmiðli í íslenskar krónur skv. a- og b-liðum skal ekki hafa áhrif á tekjur í rekstrarreikningi.
                  Við umreikning í starfrækslugjaldmiðil skal umreikna fyrningargrunn eigna og fengnar fyrningar, stofnverð ófyrnanlegra eigna og eigna sem ekki hafa verið teknar í notkun á lokagengi þess reikningsárs og skal skattalegt stofnverð ákvarðast í samræmi við þann umreikning. Við sölu á eignarhlutum í félögum sem seljandi hefur eignast fyrir árslok 1996 skal stofnverð ákvarðast í samræmi við ákvæði 2. málsl. 4. mgr. 17. gr. eða 3. mgr. 18. gr. eftir því sem við á í íslenskum krónum en söluverðið skal umreikna í íslenskar krónur á daggengi við sölu. Við sölu eignarhluta í félögum sem seljandi hefur eignast eftir 1996 skal stofnverð þeirra ákvarðað í íslenskum krónum miðað við daggengi við kaup en söluverð skal umreiknað miðað við daggengi við sölu. Fasteignir skal telja til eignar skv. 1. tölul. 1. mgr. 74. gr. og eignarhlutir í félögum skulu færðir til eignar skv. 5. tölul. 1. mgr. 74. gr. Hlutafé félags, sbr. 77. gr., skal fært á nafnverði í íslenskum krónum. Þegar frestaður hluti söluhagnaðar er skattlagður skal fjárhæð hans færð til tekna óbreytt í krónum talið frá því ári sem hann myndaðist. Rekstrartap frá fyrri árum skv. 8. tölul. 31. gr. skal fært til frádráttar rekstrarhagnaði ársins óbreytt í krónum talið frá því sem fram kemur í greinargerðum skv. 1. mgr. á þeim rekstrarárum er tapið myndaðist. Um skattskil lögaðila, sem byggð eru á bókhaldi og ársreikningi í erlendum gjaldmiðli, gilda að öðru leyti sömu reglur og gilda um skattskil lögaðila í íslenskum krónum.
                  Heimilt er lögaðila, sem færir bókhald sitt í íslenskum krónum auk bókhalds í starfrækslugjaldmiðli, að byggja greinargerð sína skv. 1. mgr. á bókhaldi í íslenskum krónum, en þá skal viðhalda þeirri aðferð í að minnsta kosti fimm ár.
     8.      Á eftir 8. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                  Við 92. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Skýrslur félaga sem fengið hafa heimild til að færa bókhald og semja ársreikning í erlendum gjaldmiðli skv. 11. gr. A laga um ársreikninga skulu byggjast á upprunalegum fjárhæðum í íslenskum krónum eða umreiknuðum á daggengi.
     9.      Við 9. gr. sem verður 10. gr. Greinin orðist svo:
                  Lög þessi öðlast þegar gildi en koma til framkvæmda frá 1. janúar 2002.