Ferill 370. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 931  —  370. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um endurskoðendur, nr. 18/1997, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 7. mars.)



1. gr.


    Við 6. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
    Endurskoðunarfyrirtæki skal tryggja að nöfn og heimilisföng félagsmanna eða hluthafa fyrirtækisins séu aðgengileg almenningi.

2. gr.


    Lög þessi eru sett með hliðsjón af tilskipun 84/253/EBE um löggildingu einstaklinga sem falið er að annast löggilta endurskoðun bókhaldsgagna og öðlast þegar gildi.