Ferill 384. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 966 — 384. mál.
Breytingartillaga
við frv. til l. um samgönguáætlun.
Frá minni hluta samgöngunefndar (JB).
Við 2. gr.
a. Á eftir 2. málsl. 1. mgr. komi nýr málsliður er orðist svo: Samgönguáætlun skal vera í samræmi við stefnumörkun stjórnvalda í umhverfismálum, umferðaröryggismálum, byggðamálum og almenningssamgöngum.
b. Við 2. mgr. bætist nýr stafliður er verði a-liður og orðist svo: að fylgt verði markmiðum sjálfbærrar þróunar við gerð áætlunarinnar.