Ferill 385. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 968  —  385. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á lagaákvæðum er varða samgönguáætlun o.fl.

Frá minni hluta samgöngunefndar.    Frumvarpið er að mestu afleiddar breytingar vegna frumvarps til laga um samgönguáætlun og er vísað til álits minni hluta nefndarinnar í því máli. Þó eru gerðar nokkrar breytingar á skipan og starfssviði flugráðs annars vegar og hafnaráðs hins vegar og eru þær ekki efnislega tengdar frumvarpi til laga um samgönguáætlun. Með þeim er lagt til að dregið verði verulega úr valdi og áhrifum þessara nefnda. Minni hlutinn vill velta þeirri spurningu upp hvort raunveruleg þörf sé fyrir slík ráð. Minni hlutinn treystir sér þó ekki til að leggja það til að ráðin verði lögð niður, nema að betur athuguðu máli, en bendir á að ekki er í frumvarpinu gert ráð fyrir vegaráði með sama hætti og flugráði og hafnaráði.

Alþingi, 11. mars 2002.Jón Bjarnason.