Ferill 635. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1007 — 635. mál.
Fyrirspurn
til heilbrigðisráðherra um hjúkrunarheimili aldraðra.
Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.
1. Hve há daggjöld eru greidd til hjúkrunarheimila aldraðra? Óskað er upplýsinga um daggjöld árin 2000, 2001 og 2002, sundurliðað eftir stofnunum. Ef daggjöldin eru mismunandi, hver er skýringin á því? Við hvaða stofnanir hafa verið gerðir þjónustusamningar?
2. Hvernig eru daggjöldin reiknuð? Hvað er innifalið í þeim hjá hverri stofnun og hver var niðurstaða rekstrarreiknings hverrar þessara stofnana í árslok 2000 og 2001?
3. Þurfa einhver hjúkrunarheimili aldraðra að greiða af almennum rekstrargjöldum einhverja útgjaldaliði sem önnur fá bætt í daggjöldum eða samkvæmt þjónustusamningi? Ef svo er, hver er skýringin á því?
4. Eru launakjör starfsfólks á þessum stofnunum sambærileg og hver er hlutur launa af heildarrekstrarkostnaði hverrar stofnunar?
5. Hver er skilgreind hjúkrunarþyngd á þeim stofnunum sem hér um ræðir?
6. Hve margir aldraðir eru á biðlista eftir vist á hjúkrunarheimilum, sundurliðað eftir kjördæmum?
Skriflegt svar óskast.