Ferill 550. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1010  —  550. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 5/1998, um kosningar til sveitarstjórna.

Frá meiri hluta félagsmálanefndar.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Guðjón Bragason og Maríu Sæmundsdóttur frá félagsmálaráðuneyti, Gunnar Eydal frá Reykjavíkurborg, Ástu Þorleifsdóttur frá Einari J. Skúlasyni, Skúla Guðmundsson frá Hagstofu Íslands, Þórð Skúlason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Hjalta Zóphóníasson frá dómsmálaráðuneyti.
    Með frumvarpinu er lagt til að allir erlendir ríkisborgarar, aðrir en danskir, sænskir, norskir og finnskir ríkisborgarar, sem átt hafi lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag, njóti framvegis kosningarréttar og kjörgengis við sveitarstjórnarkosningar. Þá er lagt til að ekki verði lengur gerð krafa um meðmælendur með framboðslistum í sveitarfélögum með 100 íbúa eða færri. Aðrar breytingar með frumvarpinu miða að því að tryggja að ákvæði laga um kosningar til sveitarstjórna verði í samræmi við ákvæði laga um kosningar til Alþingis.
    Leggur meiri hlutinn til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Kristján Pálsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 19. mars 2002.Arnbjörg Sveinsdóttir,


form., frsm.


Magnús Stefánsson.


Jónína Bjartmarz.Pétur H. Blöndal.


Drífa Hjartardóttir.