Ferill 550. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1015  —  550. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um breyt. á l. nr. 5/1998, um kosningar til sveitarstjórna.

Frá 1. minni hluta félagsmálanefndar (GÖ, ÁRJ).     1.      Við 1. gr. Greinin orðist svo:
             Á eftir orðunum „danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar“ í 3. mgr. 2. gr. laganna kemur: sem eiga lögheimili hér á landi á kjördag og aðrir erlendir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag, enda fullnægi þeir að öðru leyti skilyrðum 1. mgr.
     2.      Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðist svo:
             Sveitarfélögum er heimilt að hafa til reynslu rafræna kjörstaði og færa rafræna kjörskrá. Ráðherra kveður nánar á um framkvæmd rafrænna kosninga í reglugerð.