Ferill 293. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1020  —  293. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 57/1990, um flokkun og mat á gærum og ull, með síðari breytingum.

Frá landbúnaðarnefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Guðmund Sigþórsson, Hákon Sigurgrímsson og Ingibjörgu Ólöfu Valdimarsdóttur frá landbúnaðarráðuneyti. Umsögn um málið barst frá Bændasamtökum Íslands.
    Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að starf eftirlitsmanns með ullarmati verði lagt niður en kostnaður við það hefur hingað til verið greiddur úr ríkissjóði. Afurðastöðvum verður eftir sem áður heimilt að ráða til sín ullarmatsmenn á eigin kostnað.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt.
    Jónína Bjartmarz var fjarverandi við afgreiðslu málsins. Þuríður Backman ritar undir nefndarálitið með fyrirvara.
    Guðjón A. Kristjánsson áheyrnarfulltrúi í nefndinni er samþykkur áliti þessu.

Alþingi, 20. mars 2002.Drífa Hjartardóttir,


form., frsm.


Sigríður Jóhannesdóttir.


Guðjón Guðmundsson.Karl V. Matthíasson.


Einar Oddur Kristjánsson.


Þuríður Backman,


með fyrirvara.Sigríður Ingvarsdóttir.


Kristinn H. Gunnarsson.