Ferill 612. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1078  —  612. mál.




Svar



landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Drífu Hjartardóttur um útflutning kindakjöts.

     1.      Hver var árlegur útflutningur kindakjöts árin 1998–2001? Hvert var meðaltal fob-verðs og skilaverð til bænda af þessum útflutningi?

Útflutningur samkvæmt hagskýrslum.

Ár Tonn Meðalverð, fob Frystir heilir skrokkar
1998 793 244 237
1999 833 257 227
2000 1.332 234 212
2001 1.500 299 269

    Skilaverð til bænda liggur ekki fyrir vegna þessa útflutnings.

     2.      Til hvaða landa var kindakjöt flutt út á þessum árum? Hve mikið kjöt var flutt til hvers lands og hvaða meðalverð fékkst við útflutninginn, annars vegar fob-verð og hins vegar skilaverð til bænda, sundurliðað eftir löndum?

Skilaverð til bænda eftir útflutningslöndum.

2001 2000 1999 1998
Land Magn, kg Kr./kg Magn, kg Kr./kg Magn, kg Kr./kg Magn, kg Kr./kg
Bandaríkin 47.722 761 36.372 604 11.363 532 26.799 541
Belgía 1.000 * ) 2.903 1029 18.995 689
Bretland 320.115 222 70.827 114 5.235 238
Danmörk 151.432 401 149.867 258 148.802 351 187.994 235
Finnland 44.803 101
Frakkland 105 257
Færeyjar 384.016 343 506.037 248 414.335 245 388.045 243
Grikkland 12.232 235
Grænland 17.768 239
Holland 16.200 88 237 430 292 428 566 320
Ítalía 19.956 342 24 344 12.265 290
Japan 162.275 195 120.777 122 97.955 160 88.052 137
Jórdanía 19.202 98 80 763
Kanada 28 * ) 260 338
Kýpur 10.080 252
Lúxemborg 7 1.143 220 982
Noregur 351.276 293 369.155 256 132.429 246 20 1.350
Rússland 14.935 95
Svíþjóð 2.427 344 48.869 96 20.309 87 25.666 109
Þýskaland 171 485 70 429 84 440
Alls 1.500.257 299 1.332.723 246 833.773 257 793.901 244
*) Verð ekki marktækt.

     3.      Hver er áætluð útflutningsskylda sauðfjárbænda á óskertri framleiðslu á þessu ári og næstu þremur árum miðað við framleiðslu kindakjöts, birgðastöðu og útflutningsverð síðustu fjögurra ára?
    Að mati framkvæmdastjóra Landssamtaka sauðfjárbænda er áætluð útflutningsskylda 25–30% haustið 2002. Spár fyrir næstu þrjú ár er ógerlegt að gera með viðunandi nákvæmni, m.a. vegna óvissu um markaðsþróun þessi ár.