Ferill 384. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1145  —  384. mál.
Breytingartillagavið frv. til l. um samgönguáætlun.

Frá Jóni Bjarnasyni.    3. gr. orðist svo:
    Samgönguráðherra hefur yfirumsjón með gerð samgönguáætlunar. Samgönguráðherra skipar samgönguráð sér til ráðuneytis við gerð samgönguáætlunar. Í samgönguráði sitja flugmálastjóri, siglingamálastjóri, vegamálastjóri og forstöðumaður póst- og fjarskiptastofnunar. Enn fremur skulu eiga sæti í samgönguráði fulltrúi Náttúruverndar ríkisins, fulltrúi umferðaröryggismála og tveir fulltrúar samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Skipunartími þessara fulltrúa skal vera fjögur ár.
    Samgönguráðherra skal minnst einu sinni við gerð nýrrar samgönguáætlunar standa fyrir samgönguþingi sem ætlað er að veita ráðgjöf og leiðbeiningar við gerð samgönguáætlunar.
    Til samgönguþings skal boðið fulltrúum frá öllum hagsmunaaðilum og almannasamtökum á sviði samgöngumála, þar á meðal fulltrúum umhverfis- og náttúruverndarsamtaka, landshlutasamtaka sveitarfélaga, fulltrúum samtaka á vegum umferðaröryggismála, neytendasamtaka, Byggðastofnunar og frá helstu mennta- og rannsóknastofnunum landsins.
    Á samgönguþingi skal gerð grein fyrir fyrirhuguðum forsendum og markmiðum áætlunarinnar.