Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1183, 127. löggjafarþing 363. mál: verðbréfaviðskipti (innherjaviðskipti).
Lög nr. 39 16. apríl 2002.

Lög um breytingu á lögum nr. 13/1996, um verðbréfaviðskipti, með síðari breytingum.


1. gr.

     1. tölul. 1. mgr. 31. gr. laganna orðast svo: afla eða ráðstafa verðbréfum, fyrir eigin reikning eða annarra, búi þeir yfir trúnaðarupplýsingum.

2. gr.

     Við 69. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Brot gegn lögum þessum varða refsingu hvort sem þau eru framin af ásetningi eða gáleysi.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 10. apríl 2002.