Ferill 629. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1201  —  629. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum.

Frá félagsmálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Hönnu Sigríði Gunnsteinsdóttur frá félagsmálaráðuneyti, Halldór Grönvold frá Alþýðusambandi Íslands, Hrafnhildi Stefánsdóttur frá Samtökum atvinnulífsins, Ernu Guðmundsdóttur frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Gísla Tryggvason frá Bandalagi háskólamanna og Þórhall Vilhjálmsson frá starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins.
    Frumvarpið, sem felur í sér endurskoðun á gildandi lögum nr. 77/1993, um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum, er m.a. lagt fram til innleiðingar á tilskipun nr. 2001/23/EB, um samræmingu á lögum aðildarríkjanna um vernd launamanna við aðilaskipti að fyrirtækjum, atvinnurekstri eða hluta fyrirtækja eða atvinnurekstrar. Í frumvarpinu er gerð grein fyrir réttindum og skyldum framseljanda fyrirtækja sem færast yfir til framsalshafa við aðilaskipti, svo sem um launakjör og starfsskilyrði, vernd gegn uppsögnum og réttarstöðu trúnaðarmanna. Þá er að finna ákvæði um rétt starfsmanna til upplýsinga og samráðs og viðurlög ef brotið er gegn ákvæðum frumvarpsins.
    Leggur nefndin til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Guðrún Ögmunndsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 12. apríl 2002.



Arnbjörg Sveinsdóttir,


form., frsm.


Magnús Stefánsson.


Kristján Pálsson.



Drífa Hjartardóttir.


Pétur H. Blöndal.


Jónína Bjartmarz.



Steingrímur J. Sigfússon,


með fyrirvara.


Ásta R. Jóhannesdóttir,


með fyrirvara.