Ferill 582. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1212  —  582. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 113/1990, um tryggingagjald, l. nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, og l. nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



     1.      Við 2. gr. Greinin orðist svo:
    Við 6. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar svohljóðandi:
    Skattstjóri skal tilkynna launagreiðanda sem leggur fram áætlun um tekjur sínar í samræmi við tímafrest 1. mgr. eða 1. mgr. 19. gr. um ákvörðun reiknaðs endurgjalds eigi síðar en 15 dögum fyrir eindaga, sbr. 3. mgr. 20. gr. Ákvörðun skattstjóra skv. 1. málsl. eða áætlun skattstjóra skv. 21. gr. um greiðsluskylda fjárhæð, sbr. 1. mgr., má skjóta til skattstjóra innan 15 daga frá póstlagningardegi tilkynningar. Innan 15 daga frá lokum kærufrests skal skattstjóri hafa úrskurðað kærur.
    Kæruúrskurði skattstjóra skv. 3. mgr. má skjóta til ríkisskattstjóra innan 15 daga frá dagsetningu úrskurðar skattstjóra, sem tekur endanlega ákvörðun um fjárhæð endurgjalds á staðgreiðsluári.

     2.      Á eftir 2. gr. komi ný grein sem verði 3. gr. og orðist svo:
    1. mgr. 19. gr. laganna orðast svo:
    Hver sá sem telst launagreiðandi skv. 7. gr. skal ótilkvaddur og eigi síðar en 8 dögum áður en starfsemi hans hefst tilkynna ríkisskattstjóra um starfsemi sína þar sem tilgreint er nafn, heimili og kennitala launagreiðandans.