Ferill 669. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1214  —  669. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á lögum nr. 72/1994, um merkingar og upplýsingaskyldu varðandi orkunotkun heimilistækja o.fl.

Frá iðnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Guðjón Axel Guðjónsson frá iðnaðarráðuneyti, Óskar Eyjólfsson frá Frumherja og Jóhann Ólafsson frá Löggildingarstofu.
    Frumvarpinu er ætlað að útvíkka gildissvið laga nr. 72/1994, um merkingar og upplýsingaskyldu varðandi orkunotkun heimilistækja o.fl., þannig að þau nái einnig til bifreiða og innleiða þannig tilskipun nr. 1999/94/EB, sem kveður á um að seljendur nýrra bifreiða birti með skýrum hætti eldsneytiseyðslu og koltvísýringslosun þeirra bifreiða sem þeir hafa til sölu.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Hjálmar Árnason, Bryndís Hlöðversdóttir, Helga Guðrún Jónasdóttir og Ísólfur Gylfi Pálmason voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 12. apríl 2002.



Guðjón Guðmundsson,


frsm.


Svanfríður Jónasdóttir.


Árni Steinar Jóhannsson.



Pétur H. Blöndal.


Arnbjörg Sveinsdóttir.

















Prentað upp.