Ferill 653. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1216  —  653. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, nr. 77 23. maí 2000.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Dís Sigurgeirsdóttur frá dómsmálaráðuneyti og Pál Hreinsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.
    Með frumvarpinu er lagt til að lögfest verði ákvæði sem kveða skýrt á um í hvaða tilvikum megi safna efni með viðkvæmum persónuupplýsingum sem til verður við rafræna vöktun og meðferð slíks efnis. Þá eru lagðar til breytingar á ákvæðum laganna um fræðslu- og tilkynningarskyldu ábyrgðaraðila gagnvart hinum skráða.
    Nefndin mælir með að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:

    Við 5. gr. Greinin orðist svo:
    Við 37. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
    Persónuvernd setur reglur um rafræna vöktun og vinnslu efnis sem verður til við vöktunina, svo sem hljóð- og myndefnis, þar á meðal um öryggi, varðveislu og notkun þess. Þá getur hún gefið fyrirmæli um rétt þess sem myndaður hefur verið til að skoða myndir sem teknar hafa verið af honum. Persónuvernd setur jafnframt reglur og gefur fyrirmæli um eyðingu efnis sem til verður við framkvæmd rafrænnar vöktunar, ákveður varðveisluaðferð og varðveislutíma og heimilar afhendingu þess í öðrum tilvikum en þeim sem mælt er fyrir um í 2. mgr. 9. gr.
    
    Lúðvík Bergvinsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 15. apríl 2002.



Þorgerður K. Gunnarsdóttir,


form., frsm.


Jónína Bjartmarz.


Kjartan Ólafsson.



Ásta Möller.


Katrín Fjeldsted.


Ólafur Örn Haraldsson.



Guðjón A. Kristjánsson.


Guðrún Ögmundsdóttir.