Ferill 598. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1217  —  598. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á stjórnsýslulögum, nr. 37/1993.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Kristján Andra Stefánsson og Ólaf Davíðsson frá forsætisráðuneyti og Pál Hreinsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.
    Með frumvarpinu er lagt til að skýrt verði kveðið á um í lögum að næstu yfirmenn undirmanns verði ekki vanhæfir til meðferðar máls af þeirri ástæðu einni að undirmaðurinn verður það.
    Nefndin áréttar að hæfisreglur stjórnsýslulaga eru sjálfstæðar reglur sem samdar eru sérstaklega með tilliti til hugsanlegra atvika sem valdið geta vanhæfi manna til meðferðar máls. Þær lúta því ekki að þeirri ábyrgð sem ráðherra ber á stjórnarframkvæmdum samkvæmt lögum.
    Mælir nefndin með að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Jónína Bjartmarz og Lúðvík Bergvinsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Kolbrún Halldórsdóttir sat fund nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykk áliti þessu.

Alþingi, 15. apríl 2002.



Þorgerður K. Gunnarsdóttir,


form., frsm.


Ásta Möller.


Katrín Fjeldsted.



Guðrún Ögmundsdóttir.


Guðjón A. Kristjánsson.


Ólafur Örn Haraldsson.



Kjartan Ólafsson.