Ferill 678. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1218  —  678. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á almennum hegningarlögum, nr. 19 12. febrúar 1940 (öryggi í siglingum, kjarnakleyf efni o.fl.).

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Dís Sigurgeirsdóttur frá dómsmálaráðuneyti.
    Með frumvarpinu eru gerðar nauðsynlegar breytingar á lögsöguákvæðum almennra hegningarlaga og tilteknum ákvæðum þeirra sem hafa í för með sér almannahættu til að unnt verði að fullnægja skuldbindingum samkvæmt þremur alþjóðasamningum gegn hryðjuverkum, samningi um að koma í veg fyrir ólögmætar aðgerðir gegn öryggi í siglingum á sjó frá 10. mars 1988, bókun um að koma í veg fyrir ólögmætar aðgerðir gegn öryggi botnfastra mannvirkja á landgrunninu frá 10. mars 1988 og samningi um vörslu kjarnakleyfra efna frá 3. mars 1980.
    Nefndin mælir með að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:



    Í stað orðanna „26. október 1979“ í 1. gr. komi: 3. mars 1980.

Alþingi, 16. apríl 2002.



Þorgerður K. Gunnarsdóttir,


form., frsm.


Jónína Bjartmarz.


Kjartan Ólafsson.



Ásta Möller.


Katrín Fjeldsted.


Ólafur Örn Haraldsson.



Guðjón A. Kristjánsson.


Guðrún Ögmundsdóttir.