Ferill 318. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1247  —  318. mál.




Breytingartillögur

við frv. til barnaverndarlaga.


Frá félagsmálanefnd.



     1.      Við 1. gr.
                  a.      Í stað orðanna „barni sínu“ í 2. mgr. komi: börnum sínum.
                  b.      Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Aðrir sem koma að uppeldi barna skulu sýna þeim virðingu og umhyggju.
     2.      Við 2. gr.
                  a.      Í stað orðanna „uppeldishlutverk fjölskyldunnar“ í 1. mgr. komi: fjölskyldur í uppeldishlutverki sínu.
                  b.      Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Markmið og lögsaga.
     3.      Við 3. gr. Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Um inntak forsjár fer samkvæmt ákvæðum barnalaga.
     4.      Við 4. gr.
                  a.      3. mgr. orðist svo:
                       Barnaverndarstarf skal stuðla að stöðugleika í uppvexti barna.
                  b.      Í stað orðsins „þeir“ í 4. mgr. komi: þau.
     5.      Við 5. gr. Við bætist tvær nýjar málsgreinar, er orðist svo:
                  Ráðherra leggur fyrir Alþingi framkvæmdaáætlun til fjögurra ára í senn að loknum sveitarstjórnarkosningum.
                  Félagsmálaráðuneytið skal hafa eftirlit með starfi Barnaverndarstofu. Það getur krafist upplýsinga um einstök mál á grundvelli kvartana eða annarra upplýsinga.
     6.      Við 7. gr. Í stað orðsins „sérstök“ í 1. mgr. komi: sjálfstæð.
     7.      Við 8. gr.
                  a.      Í stað orðanna „aflað upplýsinga og skýringa hjá viðkomandi nefnd“ í 3. mgr. komi: aflað nauðsynlegra gagna, upplýsinga og skýringa hjá viðkomandi barnaverndarnefnd.
                  b.      Á eftir orðunum „Barnaverndarstofa skal gera sveitarstjórn“ í 3. málsl. 4. mgr. komi: og félagsmálaráðuneyti.
     8.      Við 9. gr. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Ef sveitarfélög hafa með sér samvinnu um barnavernd, sbr. 10. gr., er þeim heimilt að gera sameiginlega áætlun.
     9.      Við 11. gr.
                  a.      Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Við ákvörðun skv. 26. og 27. gr. skal kalla til lögfræðing eigi slíkur ekki sæti í barnaverndarnefnd.

Prentað upp á ný.

                  b.      Í stað 1. málsl. 4. mgr. komi tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Hafi sveitarstjórn ekki skipað í barnaverndarnefnd samkvæmt lögum þessum að fjórum mánuðum liðnum frá sveitarstjórnarkosningum getur félagsmálaráðherra áminnt sveitarfélagið og veitt því einn mánuð til úrbóta. Verði sveitarstjórn ekki við tilmælunum innan þessa frests getur ráðherra ákveðið að tiltekin sveitarfélög skuli standa saman að barnaverndarnefnd og skipað nefnd sem fullnægir áðurgreindum skilyrðum.
     10.      Við 15. gr. Greinin orðist svo:
                  Barnaverndarnefnd í umdæmi þar sem barn á fasta búsetu á úrlausn um málefni þess, sbr. þó 3. og 4. mgr.
                  Ef barn flyst úr umdæmi nefndar á meðan hún hefur mál þess til meðferðar skal barnaverndarnefnd í umdæminu sem barnið flytur í taka við meðferð þess. Barnaverndarnefnd sem hefur mál til meðferðar skal tilkynna um flutninginn til nefndar í viðkomandi umdæmi. Jafnframt ber að upplýsa viðtakandi barnaverndarnefnd um öll afskipti af málefnum barnsins og láta henni í té gögn þess.
                  Ef hentugra þykir að mál sé að einhverju eða öllu leyti rekið í öðru umdæmi en þar sem barn á fasta búsetu geta viðkomandi barnaverndarnefndir samið um það sín í milli. Ef ágreiningur rís á milli barnaverndarnefnda getur Barnaverndarstofa mælt svo fyrir að önnur nefnd en sú þar sem barn á fasta búsetu fari með mál ef það er talið tryggja betur meðferð þess. Skulu nefndirnar þá veita hvor annarri upplýsingar til skýringar málum og liðsinni við framkvæmd barnaverndarráðstafana.
                  Ef barnaverndarnefnd ráðstafar barni í fóstur eða vistun í annað umdæmi fer hún áfram með málið. Hún getur þó farið þess á leit að barnaverndarnefnd í því umdæmi beri tilteknar skyldur.
                  Ef barn á ekki lögheimili á Íslandi skal barnaverndarnefnd í umdæmi þar sem barn dvelst eða er statt fara með mál þess. Barnaverndarstofa sker úr ágreiningi um hvaða barnaverndarnefnd skuli fara með mál. Ríkissjóður endurgreiðir sveitarstjórn útlagðan kostnað sem af máli hlýst.
                  Ákvörðunum Barnaverndarstofu skv. 3. og 5. mgr. er heimilt að skjóta til kærunefndar barnaverndarmála.
     11.      Við 16. gr. Á undan orðinu „hættu“ í 1. mgr. komi: alvarlega.
     12.      Við 17. gr. Á undan orðinu „hættu“ í 1. mgr. komi: alvarlega.
     13.      Við 18. gr.
                  a.      Á undan orðinu „hættu“ í 1. mgr. komi: alvarlega.
                  b.      Við 1. mgr. bætist tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Þegar grunur leikur á að refsiverður verknaður hafi verið framinn annaðhvort af barni eða gegn því skal lögregla, þegar hún fær slíkt mál til meðferðar, tilkynna það barnaverndarnefnd og gefa henni kost á að fylgjast með rannsókn málsins. Barnaverndarnefnd skal tilkynna foreldri barns um slíkt mál mæli hagsmunir barnsins ekki gegn því.
                  c.      2. og 3. málsl. 2. mgr. falli brott.
     14.      Við 20. gr.
                  a.      Í stað orðanna „hagsmuna barna þegar teknar eru ákvarðanir um meðferð og innlögn foreldra þeirra“ í 2. mgr. komi: hagsmuna barns þegar teknar eru ákvarðanir um meðferð og innlögn foreldra þess.
                  b.      Á eftir orðunum „og veita þeim“ í 3. mgr. komi: eftir atvikum.
     15.      Við 21. gr.
                  a.      Á eftir orðunum „Þegar barnaverndarnefnd fær tilkynningu“ í 1. mgr. komi: eða berast upplýsingar með öðrum hætti.
                  b.      Á eftir orðunum „frá því henni barst tilkynning“ í 1. mgr. komi: eða upplýsingar.
                  c.      3. mgr. orðist svo:
                       Ef barnaverndarnefnd fær tilkynningu eða vitneskju með öðrum hætti um að þunguð kona stofni heilsu eða lífi ófædds barns síns í hættu með óviðunandi eða háskalegu líferni sínu, t.d. með ofneyslu áfengis eða fíkniefnaneyslu, getur barnaverndarnefnd ákveðið að hefja könnun á málinu.
     16.      Við 24. gr. Á eftir orðinu „foreldra“ í e-lið 1. mgr. komi: eða þungaða konu.
     17.      Við 25. gr. Í stað orðsins „foreldris“ í 1. mgr. komi: foreldra.
     18.      Við 30. gr.
                  a.      Í stað orðanna „kunni að stofna“ í 1. mgr. komi: stofnar.
                  b.      Í stað orðsins „lögræðis“ í 2. mgr. komi: sjálfræðis.
     19.      Við 32. gr. 3. málsl. 1. mgr. orðist svo: Barnaverndarnefnd getur óskað eftir því að barni verði skipaður lögráðamaður eða sérstakur fjárhaldsmaður, ef hún telur það þjóna hagsmunum barnsins.
     20.      Við 33. gr. Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Umsjá barns sem vistast utan heimilis.
     21.      Við 34. gr. Í stað orðanna „og með tilliti til hags og þarfa barnsins“ í 3. mgr. komi: raski ekki stöðugleika í uppeldi barns og taki mið af hag og þörfum þess.
     22.      Við 35. gr. Í stað orðsins „vitneskju“ komi: ábendingu; og í stað orðsins „framkomu“ komi: atferli.
     23.      Við 36. gr. Við 3. mgr. bætist: að fengnu samþykki hans.
     24.      Við 41. gr. Í stað orðanna „sex mánuðum“ í 2. mgr. komi: fjórum mánuðum.
     25.      Við 43. gr. Á eftir orðunum „Ef rannsóknarhagsmunir mæla“ í 3. málsl. 5. mgr. komi: sannanlega.
     26.      Við 44. gr.
                  a.      Við 3. mgr. bætist: og varðað geta málið.
                  b.      Á eftir 3. mgr. bætist við ný málsgrein, svohljóðandi:
                       Upplýsingar samkvæmt þessari grein skal veita svo fljótt sem auðið er og eigi síðar en 14 dögum eftir að beiðni barst.
     27.      Við 45. gr. 1. mgr. orðist svo:
                  Barnaverndarnefnd skal með nægilegum fyrirvara láta aðilum máls í té öll gögn sem málið varða og koma til álita við úrlausn þess, enda tryggi þeir trúnað.
     28.      Við 46. gr. Í stað orðanna „Börn sem náð hafa 15 ára aldri eru aðilar“ í 1. mgr. komi: Barn sem náð hefur 15 ára aldri er aðili.
     29.      Við 48. gr.
                  a.      Greinin orðist svo:
                       Samþykki foreldra og barns skv. 25. gr. skal vera skriflegt og undirritað í viðurvist tveggja óháðra manna sem votta að foreldrum og barni hafi verið gerð full grein fyrir eðli og réttaráhrifum samþykkisins.
                  b.      Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Samþykki foreldra og barns.
     30.      Við 51. gr. Í stað orðanna „innan viku“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: innan tveggja vikna.
     31.      Við 65. gr. Á eftir 1. mgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Fóstur getur verið tvenns konar, varanlegt eða tímabundið. Með varanlegu fóstri er átt við að það haldist þar til forsjárskyldur falla niður samkvæmt lögum. Fara fósturforeldrar þá að jafnaði með forsjárskyldur nema annað þyki betur henta þörfum barns og hagsmunum að mati barnaverndarnefndar. Að jafnaði skal ekki gerður samningur um varanlegt fóstur fyrr en að liðnum reynslutíma sem skal ekki vera lengri en eitt ár.
     32.      Við 66. gr.
                  a.      1. málsl. 1. mgr. orðist svo: Þeir sem óska eftir að taka barn í fóstur skulu beina umsókn sinni til Barnaverndarstofu.
                  b.      Á eftir orðinu „Barnaverndarnefnd“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: í heimilisumdæmi umsækjenda.
                  c.      3. málsl. 1. mgr. falli brott.
     33.      Við 67. gr. 5. málsl. 2. mgr. orðist svo: Ávallt skal leitast við að finna systkinum sameiginlegt fósturheimili nema sérstakar ástæður hamli.
     34.      Við 68. gr.
                  a.      Við c-lið bætist: sbr. 2. mgr. 65. gr.
                  b.      Við bætist nýr stafliður, svohljóðandi: annað sem málið kann að varða.
     35.      Við 70. gr.
                  a.      Við 1. mgr. bætist: enda samrýmist það hagsmunum þess.
                  b.      Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Réttindi barns í fóstri.
     36.      Við 73. gr. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Barnaverndarstofa heldur skrá yfir börn í fóstri.
     37.      Við 74. gr. Í stað orðanna „umgengni barna“ í 1. málsl. 4. mgr. komi: umgengni barns.
     38.      Við 75. gr. Í stað 2. málsl. komi tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Sveitarfélag sem ráðstafar barni greiðir kostnað við fóstur. Jafnframt skal endurgreiða því sveitarfélagi þar sem barn dvelst annan kostnað sem til fellur samkvæmt reglum settum af ráðherra.
     39.      Við 80. gr.
                  a.      2. málsl. 2. mgr. orðist svo: Í sérstökum tilvikum getur barnaverndarnefnd snúið sér beint til heimilis eða stofnunar um vistun barns eftir nánari reglum sem ráðherra setur að fengnum tillögum Barnaverndarstofu.
                  b.      Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Framkvæmd vistunar barns á heimili eða stofnun skv. 79. gr.
     40.      Við 81. gr. Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Réttur barns til umgengni.
     41.      Við 82. gr.
                  a.      Í stað orðanna „Börnum sem vistuð eru á heimilum“ í 2. málsl. 2. mgr. komi: Barni sem er vistað á heimili.
                  b.      Á eftir orðunum „fíkniefni og önnur hættuleg efni“ í b-lið 4. mgr. komi: eða hættulegir munir.
                  c.      Í stað orðanna „rétt barna og foreldra þeirra“ í 6. mgr. komi: rétt barns og foreldra þess.
                  d.      Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Réttindi barns og beiting þvingunar.
     42.      Við 86. gr. Í stað orðsins „börn“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: barn.
     43.      Fyrirsögn XIV. kafla verði: Heimili og önnur úrræði á ábyrgð sveitarfélaga.
     44.      Við 90. gr.
                  a.      Í stað orðanna „barna sinna“ í 1. mgr. komi: barns síns.
                  b.      Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Heimildir foreldra til að vista barn sitt sjálfir.
     45.      Við 91. gr.
                  a.      Í stað orðsins „börn“ í 1. mgr. komi: barn.
                  b.      Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Önnur vistun barns á heimili án atbeina barnaverndaryfirvalda.
     46.      Á eftir 93. gr. komi tvær nýjar greinar, svohljóðandi:
                  a.      (94. gr.)

                            Skyldur foreldra og forráðamanna.

                       Foreldrar eða forráðamenn barna skulu sjá til þess að börn hlíti ákvæðum þessa kafla um útivistartíma, þátttöku í sýningum og skemmtunum og fyrirsætu- og fegurðarsamkeppnum og virði aldursmörk og annað í því sambandi. Þeim ber jafnframt, eftir því sem í þeirra valdi er, að vernda börn gegn ofbeldis- og klámefni eða öðru slíku efni, m.a. með því að koma í veg fyrir aðgang þeirra að því.
                  b.      (95. gr.)

Almennt eftirlit barnaverndarnefnda.

                       Barnaverndarnefndir skulu eftir föngum fylgjast með almennum aðstæðum barna. Sjái barnaverndarnefnd ástæðu til að ætla að óæskilegir umhverfisþættir, svo sem framboð á vafasamri afþreyingu eða óheftur aðgangur að ofbeldisefni, hafi neikvæð áhrif á umhverfi barna skal nefndin koma ábendingum á framfæri við þá sem málið varðar eða hlutast sjálf til um úrbætur eftir atvikum.