Ferill 649. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1249  —  649. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um Tækniháskóla Íslands.

Frá menntamálanefnd.



     1.      Við 1. gr.
                  a.      Í stað orðsins „Skólinn“ í 2. málsl. komi: Háskólinn.
                  b.      Í stað orðsins „Tækniháskólinn“ í 3. málsl. komi: Tækniháskóli Íslands.
                  c.      Í stað orðsins „Skólanum“ í 4. málsl. komi: Háskólanum.
     2.      Við 9. gr. Í stað orðanna „þar með talda“ í 1. mgr. komi: þar á meðal.
     3.      Við 11. gr.
                  a.      Í stað orðsins „háskóla“ í 1. málsl. komi: skóla.
                  b.      5. málsl. orðist svo: Rektor getur að hæfilegum tíma liðnum heimilað nemanda sem vikið hefur verið að fullu úr skóla að skrá sig aftur til náms ef aðstæður hafa breyst.
     4.      Við 12. gr. Í stað orðsins „skólans“ í 2. mgr. komi: háskólans.
     5.      Við ákvæði til bráðabirgða. Í stað dagsetningarinnar „31. júní“ í 3. málsl. e-liðar komi: 31. júlí.