Ferill 583. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1254  —  583. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á tollalögum nr. 55/1987, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Jónu Björk Guðnadóttur frá fjármálaráðuneyti og Júlíus B. Georgsson frá tollstjóranum í Reykjavík. Umsagnir bárust frá Sýslumannafélagi Íslands, Umferðarráði, Verslunarráði Íslands og tollstjóranum í Reykjavík. Jafnframt bárust gögn frá fjármálaráðuneyti.
    Í frumvarpinu er lagt til að sektarheimildir tollstjóra verði hækkaðar úr 75.000 kr. í 300.000 kr. til samræmis við sektarheimildir lögreglustjóra samkvæmt lögum nr. 19/1991, um meðferð opinberra mála, og að 10% tollur á barnabílstólum verði felldur niður.
    Nefndin vekur athygli á því sem fram kemur í athugasemdum við frumvarpið, en þar segir að skv. 115. gr. laga nr. 19/1991, um meðferð opinberra mála, sé lögreglustjóra heimilt að leggja sekt á mann vegna tiltekinna brota að tiltekinni fjárhæð sem dómsmálaráðherra ákveður í reglugerð. Nefndin gerir alvarlegar athugasemdir við það fyrirkomulag að unnt sé að ákveða sektarfjárhæð í reglugerð og bendir dómsmálaráðherra á að taka málið til nánari skoðunar.
    Nefndin leggur til breytingu á frumvarpinu þess efnis að við lögin bætist þrjár nýjar aðaltollhafnir, Grundartangi, Skagaströnd og Vopnafjörður. Með því eykst mikilvægi hafnanna sem inn- og útflutningshafna, sem helgast af því að skipum er að jafnaði skylt að hafa fyrstu og síðustu viðkomu hér á landi.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:

    Við bætist ný grein sem verði 1. gr. og orðist svo:
    Við 1. mgr. 28. gr. laganna bætast þrír nýir töluliðir, svohljóðandi:
    18. Grundartangi.
    19. Skagaströnd.
    20.     Vopnafjörður.

    Jóhanna Sigurðardóttir skrifar undir álit þetta með fyrirvara.

Alþingi, 16. apríl 2002.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Jóhanna Sigurðardóttir,


með fyrirvara.


Einar K. Guðfinnsson.



Kristinn H. Gunnarsson.


Össur Skarphéðinsson.


Sigríður A. Þórðardóttir.



Ögmundur Jónasson.


Gunnar Birgisson.


Hjálmar Árnason.