Ferill 710. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1266  —  710. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á lögum um húsnæðismál, nr. 44/1998, með síðari breytingum.

Frá félagsmálanefnd.



     1.      Við b-lið 1. gr. (44. gr.).
                  a.      Við 1. tölul. 1. mgr. bætist: sem nánar skal skilgreina í reglugerð.
                  b.      2. tölul. 1. mgr. orðist svo: Að veita framlög til sveitarfélaga vegna sölu félagslegra eignar- og leiguíbúða á almennum markaði. Sjóðurinn skal taka þátt í niðurgreiðslu við sölu á innleystum félagslegum íbúðum á almennum markaði í þeim tilvikum þar sem innlausnarverð er hærra en markaðsverð íbúðanna. Heimild þessi tekur einnig til félagslegra leiguíbúða sem sveitarfélagið hefur áður innleyst en breytt síðan í félagslegar leiguíbúðir. Hámark niðurgreiðslu má nema mismun á uppgreiddu láni og 90% af markaðsverði þeirrar íbúðar sem um er að ræða. Slíkt er þó aldrei heimilt fyrr en íbúð er orðin eign sveitarfélags og að höfðu samráði við viðkomandi sveitarfélag. Framlögin skulu sveitarfélögin nýta til að greiða niður áhvílandi framreiknuð eldri veðlán Byggingarsjóðs verkamanna ef söluverð stendur ekki undir greiðslu lánanna.
                  c.      Í stað orðanna „varasjóðs viðbótarlána samkvæmt lögum um húsnæðismál“ í 3. tölul. 1. mgr. komi: varasjóðs samkvæmt lögunum.
                  d.      Í stað orðanna „81. gr. laga um Húsnæðisstofnun ríkisins, nr. 97/1993“ í 4. tölul. 1. mgr. komi: 53. gr.
     2.      Við 2. gr. 3. málsl. 1. efnismgr. orðist svo: Viðkomandi sveitarfélag leggur fram a.m.k. jafnháa upphæð og Íbúðalánasjóður.
     3.      Við 4. gr.
                  a.      1. tölul. orðist svo: Eignir, réttindi og skyldur eldri varasjóðs.
                  b.      2. tölul. orðist svo: Framlög sveitarfélaga til Tryggingarsjóðs vegna byggingargalla skv. 53. gr. laganna. Heimilt er varasjóði húsnæðismála að ráðstafa fyrirliggjandi fjármunum Tryggingarsjóðs vegna byggingargalla til verkefna varasjóðs húsnæðismála. Í staðinn ábyrgist hinn nýstofnaði sjóður samþykktar útgreiðslur vegna byggingargalla félagslegra íbúða til ársins 2013.