Ferill 638. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1276  —  638. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um breyt. á l. um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum.

Frá umhverfisnefnd.     1.      Við 4. gr. Á eftir orðunum „skal hafa gilt starfsleyfi“ í 1. málsl. 1. efnismgr. komi: sbr. 6. gr.
     2.      Við 7. gr. Greinin falli brott.
     3.      Við bætist tvær nýjar greinar, er verði 7. og 8. gr., svohljóðandi:
                  a.      (7. gr.)
                        Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                     Allar olíubirgðastöðvar sem eru starfandi við gildistöku laga þessara skulu hafa gilt starfsleyfi eigi síðar en 31. desember 2005.
                  b.      (8. gr.)
                     Við fylgiskjal I við lögin bætist nýr töluliður, 24. tölul., svohljóðandi: Olíubirgðastöðvar.
     4.      Við 8. gr., er verði 9. gr.
                  a.      Í stað orðsins „Dýrasýningar“ komi: Dýragarðar og umfangsmiklar dýrasýningar.
                  b.      Í stað orðsins „Gæsluvellir“ komi: Gæsluvellir og opin leiksvæði.
                  c.      Á eftir orðinu „Læknastofur“ komi: Meindýravarnir.