Ferill 667. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1282  —  667. mál.




Nefndarálit



um frv. til lokafjárlaga fyrir árið 1999.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar.



    Nefndin hefur haft frumvarpið til athugunar og í því skyni leitað skýringa hjá fjármálaráðuneyti varðandi beiðnir um auknar fjárheimildir. Enn fremur var óskað eftir áliti frá Ríkisendurskoðun. Frávik að fjárhæð um 40 m.kr. er á niðurstöðum rekstrarreiknings, fjárheimilda og flutnings milli uppgjörsára. Ríkisendurskoðun beinir því til fjárlaganefndar að þessi mismunur verði skýrður og leiðréttur þegar lokafjárlög fyrir árið 2001 verða afgreidd af Alþingi.
    Meiri hlutinn gerir sjö breytingartillögur við frumvarpið sem samtals nema 124,5 m.kr. til lækkunar. Einstakar tillögur eru skýrðar í álitinu auk þess sem fjallað verður nánar um þær í framsögu.

SKÝRINGAR VIÐ EINSTAKAR BREYTINGARTILLÖGUR


Breytingar á sundurliðun 1:

02 Menntamálaráðuneyti

725    Námsgagnastofnun.
         1.01 Almennur rekstur. Gerð er tillaga um 33,2 m.kr. hækkun á fjárheimild stofnunarinnar á árinu 1999 en um er að ræða tekjur af söluandvirði á eignum Skólavörubúðarinnar, svo sem lager, sem ekki var gert ráð fyrir í fjárlögum. Fór sala á lausafjármunum fram á grundvelli 35. gr. laga nr. 88/1997, um fjárreiður ríkisins.

Breytingar á sundurliðun 2:

02 Menntamálaráðuneyti

725    Námsgagnastofnun.
         1.01 Almennur rekstur. Lagt er til að 27 m.kr. umframgjöld hjá stofnuninni falli niður og komi ekki til lækkunar á fjárveitingum á árinu 2002. Skýrist það af því að við sölu Skólavörubúðarinnar reyndust verðmæti birgða ofmetin í bókum stofnunarinnar.

07 Félagsmálaráðuneyti

205    Íbúðalánasjóður, leiguíbúðir, 6.21 Íbúðalánasjóður, leiguíbúðir, og 272 Byggingarsjóður verkamanna, 6.01 Byggingarsjóður verkamanna.
             Lagt er til að afgangsheimild að fjárhæð 62,7 m.kr. á lið Byggingarsjóðs verkamanna og umframgjöld að sömu fjárhæð á liðnum leiguíbúðir falli niður. Vegna tæknilegs galla í vinnslu frumvarpsins færðust báðar fjárhæðirnar undir lið 07-205 og komu fram sem yfirfærslur til næsta árs. Eru þá lánsheimildir í samræmi við ríkisreikning.

10 Samgönguráðuneyti

190    Ýmis verkefni
        1.63 Ferðaskrifstofan CGI á Íslandi. Lagt er til að afgangsheimild að fjárhæð 0,8 m.kr. falli niður, en það eru eftirstöðvar tryggingafjár frá árinu 1997.

211    Vegagerðin
        6.55 Ferjur og flóabátar. Lagt er til að fjárheimild að fjárhæð 184,9 m.kr. sem ætluð var til afborgana af ferjulánum falli niður. Er það í samræmi við núverandi framsetningu á fjárlögum þar sem afborganir eru ekki færðar til gjalda heldur sem viðskiptahreyfingar.

13 Hagstofa Íslands

950    Rekstrarhagræðing
         1.90 Rekstrarhagræðing. Lagt er til að afgangsheimild að fjárhæð 1 m.kr. falli ekki niður heldur færist til næsta árs. Þetta er sambærileg yfirfærsla og hjá nokkrum öðrum ráðuneytum en verið er að skoða betur heimildir þeirra til að nýta þessar fjárveitingar og hvort þær verða felldar niður árið 2000.

    Gert er ráð fyrir að nokkrar breytingar verði á fylgiskjali sem er prentað í athugasemdum með frumvarpinu um flutta stöðu fjárheimilda milli áranna 1999 og 2000. Sumar breytinganna leiðir af þeim breytingum sem nefndin leggur til að verði gerðar í sundurliðunum á 1. og 2. gr. frumvarpsins. Aðrar breytingar eru leiðréttingar á árslokastöðu fjárheimilda sem tengjast ekki lagagreinum frumvarpsins og eru gerðar í samræmi við ábendingar frá fjármálaráðuneytinu um talnavillur og ýmis bókhaldsleg atriði sem komu fram við lokafrágang frumvarpsins eða eftir að það var lagt fram. Eftirfarandi tafla sýnir breytingarnar sem verða á fylgiskjalinu.

Skv. frv.
m.kr.

Breyting
m.kr.

Tillaga
m.kr.

          02-725 Námsgagnastofnun
         1.01 Almennur rekstur          -62,9     60,2     -2,9
          05-202 Hafrannsóknastofnunin
         1.01 Almenn starfsemi          51,2     -4,6     46,6
         6.31 Tæki og búnaður í skip          7,3     4,6     11,9
          06-190 Ýmis verkefni
         1.10 Fastanefndir          -25,3     13,0     -12,3
         1.21 Próf málflytjenda          2,5     -2,5     0,0
         1.22 Próf skjalaþýðenda          0,9     -0,9     0,0
         1.23 Próf fasteignasala          0,6     -1,7     -1,1
         1.31 Matsnefnd eignarnámsbóta          3,5     -2,0     1,5
         1.32 Tölvunefnd          2,8     -4,6     -1,8
         1.33 Mannanafnanefnd          -0,3     -1,3     -1,6
          06-305 Lögregluskóli ríkisins
         1.01     Lögregluskóli ríkisins          2,8     5,9     6,7
          06-490 Ýmis rekstrarkostnaður sýslumannsembætta
         1.20 Kostnaður við löggæslunám          5,9     -5,9     0,0
          07-205 Íbúðalánasjóður, leiguíbúðir
         6.21 Íbúðalánasjóður, leiguíbúðir          -62,7     62,7     0,0
          07-272 Byggingarsjóður verkamanna
         6.01 Byggingarsjóður verkamanna          62,7     -62,7     0,0
          09-199 Ráðstöfunarfé
         1.10 Til ráðstöfunar samkvæmt ákvörðun ráðherra          6,6     0,6     7,2
          09-999 Ýmislegt
         1.90 Óviss útgjöld          29,3     -0,6     28,7
          10-190 Ýmis verkefni
         1.63 Ferðaskrifstofan CGI á Íslandi          0,8     -0,8     0,0
          10-211 Vegagerðin
         6.55 Ferjur og flóabátar          202,1     -184,9     17,2
          13-950 Rekstrarhagræðing
         1.90 Rekstrarhagræðing          0,0     1,0     1,0
          14-403 Náttúrustofur
         1.10 Náttúrustofa Austurlands          3,3     -2,8     0,5
         1.11 Náttúrustofa Vestmannaeyjum          -4,2     2,8     -1,4

    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verið samþykkt með þeim breytingum sem skýrðar hafa verið hér að framan og gerð er tillaga um í sérstöku þingskjali.

Alþingi, 18. apríl 2002.



Ólafur Örn Haraldsson,


form.


Einar Oddur Kristjánsson,


frsm.

Arnbjörg Sveinsdóttir.



Ísólfur Gylfi Pálmason.


Kristján Pálsson.


Drífa Hjartardóttir.



Ásta Möller.