Ferill 714. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1344  —  714. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um heimild til handa fjármálaráðherra, f.h. ríkissjóðs, til að ábyrgjast útgáfu skuldabréfa vegna fjármögnunar nýrrar starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar ehf.

Frá 1. minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Íslensk erfðagreining hefur rutt braut fyrir nýja hátækniframleiðslu á sviði lífvísinda hér á landi. Um 600 hálaunuð hátæknistörf skipta miklu máli fyrir þjóðarbúið. Íslensk erfðagreining er ekki síst mikilvægt fyrirtæki fyrir þá sök að það gefur ungu hámenntuðu fólki kost á að snúa heim til starfa við sitt hæfi í stað þess að ílengjast ytra að loknu námi. Engum dylst að æskilegt er að slíkum störfum fjölgi á Íslandi og að lagður verði grunnur að nýjum greinum og fyrirtækjum á sviði hátækni, þar á meðal lífvísinda og lyfjaþróunar.
    Skýr takmörk eru þó sett fyrir því hversu langt hið opinbera getur gengið til að laða fjármagn í þeim greinum til Íslands. Æskilegast er að örva eflingu hátæknigreina með almennum hætti, þar sem settar eru almennar reglur sem auðvelda starfsumhverfi slíkra greina, eða fyrirtækja, á jafnréttisgrunni. Jafnaðarmenn telja þó að við vissar aðstæður sé réttlætanlegt að grípa til sértækra tímabundinna aðgerða ef almenn samstaða næst um að þær þjóni tilgangi sem er afar nauðsynlegur fyrir þjóðarbúið, áhætta skattborgaranna sé ásættanleg og hana sé hægt að meta, nægur tími gefist til að skoða slík mál út í hörgul, og óskráðar reglur um jafnræði séu ekki brotnar.
    Á þeim skamma tíma sem þingmönnum hefur gefist til að brjóta til mergjar tillögu ríkisstjórnarinnar um 20 milljarða kr. einfalda ríkisábyrgð til deCode höfum við síður en svo getað sannreynt að tillagan uppfylli þessi skilyrði.
     1.      Það er harðlega gagnrýnisvert hve lítill tími var veittur til að kryfja málið í efnahags- og viðskiptanefnd. Þeim sem leitað var til varðandi upplýsingar gafst í fæstum tilvikum nægur tími til að meitla þær í ritaðan texta. Til marks um hvaða áhrif þetta hafði á áreiðanleika umsagna má nefna að stöku umsagnaraðila, svo sem Verslunarráði, tókst að hafa eina umsögn á fundi nefndarinnar en aðra í fjölmiðlum. Við slíkar aðstæður er erfitt að móta hlutlæga afstöðu til flókins máls sem þessa. Þingmenn eru því settir í algjörlega óviðunandi stöðu. Þessi vinnubrögð í svo flóknu máli voru því fráleitt fallin til þess að efla virðingu fyrir vandvirkni Alþingis.
     2.      Áhættan sem felst í ábyrgðinni virðist mjög mikil. Lyfjaþróunargeirinn er með áhættusömustu atvinnugreinum veraldar, miðað við gögn sem lögð voru fram í nefndinni. Þróun lyfs tekur að meðaltali um 10 ár. Í svörum við skriflegum spurningum nefndarmanna Samfylkingarinnar (sjá fylgiskjöl I–II) kom þó fram að hægt er að stýra áhættunni nokkuð með því að selja lyfjaþróunarverkefni frá fyrirtækinu á mismunandi stigum og jafnframt að taka við slíkum verkefnum frá öðrum fyrirtækjum. Þetta felur í sér tvenns konar ávinning: Í fyrsta lagi er áhættu dreift milli fyrirtækja í greininni og í öðru lagi byrja tekjur að koma löngu áður en þróun lyfs er lokið. Þessi áhættudreifing breytir ekki hinu að ábyrgðin, sem óskað er eftir, er hlutfallslega miklu hærri en í dæmum af samsvarandi ríkisábyrgðum innan Evrópska efnahagssvæðisins. Eins og fyrr segir er greinin þar að auki meðal hinna áhættusömustu. Frumskilyrði þess að hægt sé að fallast á slíka ábyrgð er því að fyrir liggi áhættumat af hálfu traustra greinenda á markaði. Gildir þá einu þótt fjármálaráðuneyti telji fjárhagsstöðu fyrirtækisins mjög sterka og skuldsetningu litla. Áhættumat er eigi að síður forsenda upplýstrar ákvörðunar um mál af þessum toga. Ekkert áhættumat var lagt fram, þrátt fyrir ítrekaðar óskir fulltrúa Samfylkingarinnar í efnahags- og viðskiptanefnd. Það er einfaldlega óásættanlegt þegar svo miklir hagsmunir eru í húfi fyrir skattborgarana.
     3.      Allsendis óljóst er hvort frumvarpið fullnægi jafnræðisreglum og þar með hvort það komist í gegnum nálarauga Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Við meðferð málsins kom að sönnu fram að Evrópusambandið hvetur ríkisstjórnir aðildarlanda til að ýta undir lyfjaþróun með og án tilstilli erfðagreiningartækni þar sem álfan hefur farið halloka fyrir Bandaríkjunum á þessu sviði. Jafnframt var leitt fram dæmi um einstakt fyrirtæki sem hafði hlotið ríkisstyrk með samþykki ESA vegna verkefnis sem flokkað var undir „Rannsóknir og þróun“. Sömu skilgreiningar hyggst ríkisstjórnin freista um ábyrgðina handa deCode. Samkvæmt upplýsingum sem nefndinni voru veittar eru forsendur fyrir því að um sé að ræða algjöra nýjung, sem ekkert annað fyrirtæki ástundi. Nefndinni gafst að sönnu ekki tími til að rannsaka svo flókið mál svo nokkru næmi, og knappur vilji var innan meiri hluta hennar fyrir að kanna hvort fleiri fyrirtæki hér á landi, þótt smærri væru, kynnu að róa á sömu, eða svipuðum miðum, og Íslensk erfðagreining. Skammvinn rannsókn leiddi þó líkur að því að fyrirtækið Lyfjaþróun kynni að vera í náskyldri framleiðslu nú þegar. Ekki reyndist grundvöllur fyrir því innan nefndarinnar að Lyfjaþróun fengi að svo stöddu svipaða fyrirgreiðslu og deCode. Í því ljósi hlýtur að leika verulegur vafi á að frumvarpið sé í anda jafnræðisreglna íslensks og evrópsks réttar.
    Sérlega ámælisvert er svo að dómi þingmanna Samfylkingarinnar í nefndinni að tiltölulega nýlegum lögum frá 1997 um ríkisábyrgðir er vikið til hliðar, svo að segja í heilu lagi, til að auðvelda samþykkt ábyrgðarinnar. Að vísu er haldið í 5. gr. laganna um afskriftareikning vegna veittra ábyrgða og að hann skuli jafnan gefa raunhæfa mynd af áætluðum afskriftum vegna ábyrgða sjóðsins. Svo virðist sem tilgangurinn sé sá einn að koma ríkisstjórninni undan þeirri kvöð laganna að Ríkisábyrgðasjóður skuli leggja mat á greiðsluhæfi skuldara, afskriftaþörf, tryggingar og áhrif á samkeppni á viðkomandi sviði. Raunar er í þeim lögum einnig kveðið á um að ríkissjóður megi ekki takast á hendur ríkisábyrgð nema ábyrgðarþegi leggi fram viðeigandi tryggingar að mati Ríkisábyrgðasjóðs og ekki sé hægt að fullnægja lánsþörf viðkomandi á almennum lánamarkaði. Hér er sannarlega um slæmt fordæmi að ræða og setur málið í heldur ónotalegt ljós.
    Af ofangreindum ástæðum getur Samfylkingin ekki stutt málið. Aðdragandi þess og eðli er með þeim hætti að ríkisstjórnin verður ein að bera ábyrgð á afdrifum þess á Alþingi.

Alþingi, 22. apríl 2002.



Jóhanna Sigurðardóttir,


frsm.


Össur Skarphéðinsson.



Fylgiskjal I.


Svör fjármálaráðuneytis við spurningum
Jóhönnu Sigurðardóttur og Össurar Skarphéðinssonar.

(16. apríl 2002.)


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Fylgiskjal II.


Svör fjármálaráðuneytis við spurningum
Jóhönnu Sigurðardóttur og Ögmundar Jónassonar.

(17. apríl 2002.)


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Fylgiskjal III.


Umsagnir um frumvarp til laga um heimild til handa fjármálaráðherra, f.h. ríkissjóðs, til að ábyrgjast útgáfu skuldabréfa vegna fjármögnunar
nýrrar starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar ehf.


Umsögn Lyfjaþróunar hf.
(10. apríl 2002.)



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fyrir hönd stjórnar Lyfjaþróunar hf.,



    Tómas Þorvaldsson,     Sveinbjörn Gizurarson,
    stjórnarformaður.     framkvæmdastjóri.


Umsögn Bandalags Háskólamanna.
(15. apríl 2002.)


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Virðingarfyllst,
f.h. stjórnar BHM e.u.,


               Auður Antonsdóttir,    Gísli Tryggvason,
              í stjórn BHM.    framkvæmdastjóri BHM.

Frétt birt í Hálffimmfréttum Búnaðarbankans
þriðjudaginn 9. apríl 2002.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Umsögn Greiningar Íslandsbanka.
(15. apríl 2002.)


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Virðingarfyllst,

Almar Guðmundsson,
forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka.

Umsögn Samtaka fjárfesta.
(15. apríl 2002.)


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Umsögn Lyfjaþróunar hf.
(15. apríl 2002.)


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fyrir hönd stjórnar Lyfjaþróunar hf.,



               Tómas Þorvaldsson,    Sveinbjörn Gizurarson,
              formaður stjórnar.    framkvæmdastjóri.

Umsögn Pharmaco hf.
(15. apríl 2002.)


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Umsögn Þjóðhagsstofnunar.
(15. apríl 2002.)


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Virðingarfyllst,

Sigurður Guðmundsson,
forstjóri.



Efnahagslegt mat Seðlabanka Íslands.
(16. apríl 2002.)


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Virðingarfyllst,
Seðlabanki Íslands,


                         Birgir Ísl. Gunnarsson,    Finnur Ingólfsson,
                        formaður bankastjórnar.    bankastjóri.

Umsögn Péturs Blöndals, alþingismanns.
(16. apríl 2002.)


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Reykjavík, 16. apríl 2002,

Pétur Blöndal,
alþingismaður.