Ferill 505. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1354  —  505. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum, nr. 96/1997, með síðari breytingum.

Frá landbúnaðarnefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Sigurgeir Þorgeirsson og Ara Teitsson frá Bændasamtökum Íslands, Sigurð Örn Hansson og Sverri Sverrisson frá yfirdýralækni og Sigríði Norðmann frá landbúnaðarráðuneyti.
    Umsagnir um málið bárust nefndinni frá Bændasamtökum Íslands, héraðsdýralækni Austurlandsumdæmis syðra, héraðsdýralækni Snæfellsumdæmis, Landssamtökum sláturleyfishafa, Neytendasamtökunum og yfirdýralækni.
    Með frumvarpinu er lagt til að hámark gjalds sem heimilt er að innheimta fyrir heilbrigðiseftirlit með sláturafurðum í sláturhúsum verði hækkað úr 2,50 kr. í 3,46 kr. á hvert kíló kjöts.
    Fyrir nefndina hafa verið lögð gögn frá yfirdýralækni sem sýna skiptingu kostnaðar við eftirlit milli einstakra dýrategunda. Samkvæmt þeim upplýsingum er hlutfallslega mestur kostnaður við eftirlit með alifuglakjöti, einkum vegna salmonellu- og kampýlóbaktersmits. Nefndin telur eðlilegt að hver grein um sig beri þann kostnað sem af eftirlitinu hlýst og leggur til að mismunandi gjald verði innheimt fyrir hverja tegund kjöts. Þá telur nefndin að kostnaður af starfi héraðsdýralækna við kjötskoðun skuli greiðast af launalið viðkomandi embætta samkvæmt fjárlögum enda verður að telja skoðunina hluta af starfi þeirra. Óeðlilegt er að framleiðendur og/eða neytendur greiði þann hluta kostnaðarins með skattheimtu af þessu tagi. Nefndin leggur því til breytingar á frumvarpinu sem miðast við að mismikla gjaldtöku af hverri tegund fyrir sig.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

B R E Y T I N G U:    Við 1. gr. Greinin orðist svo:
    2. málsl. 2. mgr. 11. gr. laganna orðast svo: Eftirlitsgjald þetta miðast við raunkostnað og skal vera 2,10 kr. fyrir hvert kíló kindakjöts, 3,00 kr. fyrir hvert kíló svínakjöts, 2,20 kr. fyrir hvert kíló nautgripakjöts, 2,90 kr. fyrir hvert kíló hrossakjöts og 6,50 kr. fyrir hvert kíló alifuglakjöts.
Prentað upp.

    Sigríður Jóhannesdóttir og Jónína Bjartmarz voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Guðjón A. Kristjánsson er áheyrnarfulltrúi í nefndinni og er hann samþykkur áliti þessu.

Alþingi, 19. apríl 2002.Drífa Hjartardóttir,


form., frsm.


Guðjón Guðmundsson.


Karl V. Matthíasson.Einar Oddur Kristjánsson.


Þuríður Backman.


Sigríður Ingvarsdóttir.Kristinn H. Gunnarsson.